Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

777. spurningaþraut: Hve miklu munaði á Trump og Biden?

777. spurningaþraut: Hve miklu munaði á Trump og Biden?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Gríðarlega vinsæl sjónvarpssería fyrir ungt fólk heitir sama nafni og sænska sigurlagið í Eurovision-söngvakeppninni árið 2012. Sem sé ... hvað?

2.  Hver var flytjandi Eurovision-lagsins?

3.  Í hvaða hvaða fjöllum kemur Amasón-áin upp?

4.  Hversu mörgum prósentum munaði á Donald Trump og Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fyrir bráðum tveim árum? Skekkjumörk eru gefin upp með svarinu.

5.  Vinsæl íslensk hljómsveit hefur látið lítið á sér kræla síðustu árin en síðasta plata hennar kom út 2017 og nefndist Island Broadcast. Áður voru komnar plöturnar How to Make Friends (2008), Don't Want to Sleep (2011) og Brighter Days (2014). Hvað heitir þessi hljómsveit?

6.  Önnur íslensk hljómsveit, öllu eldri, sendi á sínum tíma frá sér lagið Bláu augun þín. Hvaða hljómsveit var það?

7.   Hvað er tegundarheiti íslenska arnarins?

8.  Á síðari hluta 20. aldar var Róbert Arnfinnsson meðal fremstu listamanna þjóðarinnar á tilteknu sviði. Róbert var sem sé ... ?

9.  Og sem listamaður var og verður Róbert ævinlega tengdur hljóðfæraleikara einum með sérstökum hætti. Þessi hljóðfæraleikari var ... ?

10.  Árið 1928 voru sett lög í ríki einu þar sem kveðið var á um að þegnarnir skyldu leggja niður í byrjun næsta árs það letur sem þeir höfðu notað í mörg hundruð ár en taka upp í staðinn hið evrópska eða latneska letur. Hvaða ríki var þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá suðurströndina á ansi stóru ríki í heimi hér. Hvað heitir það ríki? Ekki gefast strax upp — þið getið þetta vel!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Euphoria.

2.  Loren.

3.  Andes-fjöllum.

4.  Það munaði 4,4 prósentum. Rétt er allt frá 4 til 5.

5.  FM Belfast.

6.  Hljómar.

7.  Haförn.

8.  Leikari.

9.  Fiðlarinn á þakinu. Það var söngleikur sem Róbert lék í við miklar vinsældir.

10.  Tyrkland.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Florence Nightingale.

Á neðri myndinni er suðurströnd Írans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár