Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

777. spurningaþraut: Hve miklu munaði á Trump og Biden?

777. spurningaþraut: Hve miklu munaði á Trump og Biden?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Gríðarlega vinsæl sjónvarpssería fyrir ungt fólk heitir sama nafni og sænska sigurlagið í Eurovision-söngvakeppninni árið 2012. Sem sé ... hvað?

2.  Hver var flytjandi Eurovision-lagsins?

3.  Í hvaða hvaða fjöllum kemur Amasón-áin upp?

4.  Hversu mörgum prósentum munaði á Donald Trump og Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fyrir bráðum tveim árum? Skekkjumörk eru gefin upp með svarinu.

5.  Vinsæl íslensk hljómsveit hefur látið lítið á sér kræla síðustu árin en síðasta plata hennar kom út 2017 og nefndist Island Broadcast. Áður voru komnar plöturnar How to Make Friends (2008), Don't Want to Sleep (2011) og Brighter Days (2014). Hvað heitir þessi hljómsveit?

6.  Önnur íslensk hljómsveit, öllu eldri, sendi á sínum tíma frá sér lagið Bláu augun þín. Hvaða hljómsveit var það?

7.   Hvað er tegundarheiti íslenska arnarins?

8.  Á síðari hluta 20. aldar var Róbert Arnfinnsson meðal fremstu listamanna þjóðarinnar á tilteknu sviði. Róbert var sem sé ... ?

9.  Og sem listamaður var og verður Róbert ævinlega tengdur hljóðfæraleikara einum með sérstökum hætti. Þessi hljóðfæraleikari var ... ?

10.  Árið 1928 voru sett lög í ríki einu þar sem kveðið var á um að þegnarnir skyldu leggja niður í byrjun næsta árs það letur sem þeir höfðu notað í mörg hundruð ár en taka upp í staðinn hið evrópska eða latneska letur. Hvaða ríki var þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá suðurströndina á ansi stóru ríki í heimi hér. Hvað heitir það ríki? Ekki gefast strax upp — þið getið þetta vel!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Euphoria.

2.  Loren.

3.  Andes-fjöllum.

4.  Það munaði 4,4 prósentum. Rétt er allt frá 4 til 5.

5.  FM Belfast.

6.  Hljómar.

7.  Haförn.

8.  Leikari.

9.  Fiðlarinn á þakinu. Það var söngleikur sem Róbert lék í við miklar vinsældir.

10.  Tyrkland.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Florence Nightingale.

Á neðri myndinni er suðurströnd Írans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
4
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár