Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ekki eina tommu í austurátt!“

Pút­in — og stuðn­ings­menn hans — halda því fram að Vest­ur­lönd hafi svik­ið lof­orð sem þau gáfu Rúss­um við hrun komm­ún­ism­ans að NATO yrði ekki stækk­að í aust­ur, í átt­ina að Rússlandi. En var slíkt lof­orð gef­ið? Hver sagði hvað hvenær?

„Ekki eina tommu í austurátt!“
Berlínarmúrinn var brotinn niður haustið 1989 og gerbreytti ásýnd Evrópu. Margir vildu flýta sér vestur yfir, en spurningin var: Áttu skriðdrekar NATO að fara austur í staðinn?

Í janúar síðastliðnum hélt Vladimír Pútín ávarp og lýsti því hvílík ógn Rússum stafaði af NATO og fyrirætlunum um að Úkraína gengi í þetta hernaðarbandalag vestrænna ríkja. Leiðtogar bandalagsins hefðu hins vegar lofað því við lok kalda stríðsins að NATO yrði ekki fært út í átt að Rússlandi.

„Þið hétuð okkur því á tíunda áratugnum að NATO yrði ekki stækkkað eina tommu í austur,“ sagði Pútín gramur en það loforð hefði verið þverbrotið. Stækkun NATO hófst 1999 en nú væri löngu komið nóg.

Þessi meintu svik leiðtoga NATO við Rússa notaði Pútín síðan til að réttlæta innrás sína í Úkraínu og undir það hafa margir tekið sem ýmist styðja eða segjast altént skilja ástæðurnar fyrir ákvörðun Pútíns um innrás.

Hin fyrrnefnda „tomma í austur“ er alltaf fljót að skjóta upp kollinum í umræðum um réttmæti þeirrar tortryggni Rússa í garð nágranna sinna og Vesturveldanna sem nú hefur endað með ósköpum. …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Á. skrifaði
    Hafa skal það sem sannara reynist segir eitthvert heilræðið, og það má til sanns vegar færa að það sé inntak vísindanna.

    Undirfyrisögn Illuga um að stuðningsmenn Pútíns haldi því fram að vesturlönd hafi svikið loforðið, finnst mér gefa tilefni til gagnrýni vegna meðferðar heimilda. Í hans túlkun er Baker, samningamaður orðinn einn þessara stuðningsmanna Pútíns.

    M. E. Sarotte skrifaði heila bók um þetta málefni sem kom út 30. nóv. 2021 undir nafninu "Not One Inch: America, Russia, and the Making of Post-Cold War Stalemate"
    Höfundur byggir bókina á umfangsmiklum rannsóknum á skjalasöfnum sem nýlega voru gerð aðgengileg.

    Áðurnefnd bók Sarotte, "not one inch" og túlkun höfundar á heimildum styður alls ekki túlkun Illuga.

    Andew Cockburn skrifaði í "Spoils of War" sem kom út 21. sept. 2021 um þetta efni. Hann notar orðið "pledging" en ekki orðið promise. Þetta merkir að heita eða að lofa hátíðlega. Við skulum gefa Cockburn orðið hér:

    « Secretary of state James Baker had unequivocally spelled out Washington's en of that bargain in a private conversation with Mikhail Gorbachev in February 1990, pledging that NATO forces would not move "one inch to the east," provided the Soviets agreed to NATO membership for a unified Germany. »

    Sú fullyrðing Illuga að sovétmönnum hafi verið sama eða ekki hugsað um þetta, er vægast sagt fáránleg, því sameining Þýskalands var gríðarlega stórt málefni á þessum tímum.
    Annað sem er til marks um reiði rússa þegar kanar sviku sitt eigið heiti, sitt eigið hátíðlega loforð, er að Gorbachev sagði reiðilega:
    « maður getur ekki treyst á ameríska stjórnmálamenn».

    Mikilvægt er að skilja allt þetta í samhengi amerískrar heimsvaldastefnu, þeir ætla að ráða íslenskri utanríkisstefnu sem sést best á að atkvæði íslenskra stjórnvalda innan S.Þ. og NATO endurspegla ekki hagsmuni íslensku þjóðarinnar heldur hagsmuni Bandaríkjanna.
    Besta og nýjasta dæmið er að NATO ætlar að ræna íslenska skattgreiðendur 74 milljörðum íslenskra króna til að gefa amerískum drápstólaframleiðendum, í stað þess að byggja upp íslenska innviði, vegakerfi, heilbriðgðiskerfi, menntakerfi, svo ekki sé minnst á umönnun þeirrar kynslóðar sem gerði ísland að því sem það er í dag.
    2
  • SVS
    Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
    Góð grein. Athuga ber að Baker hafði hvort sem er ekkert umboð til að lofa einu eða neinu um Nató. Ákvarðanir um stækkun/ekki stækkun verða að vera teknar af öllum ríkjunum í sameiningu. Rússum gengur illa að skilja þetta þar eð þeir halda að Nató hljóti að vera eins og Varsjárbandalagið, félagsskapur þar sem einn aðili ræður öllu. Sovétmenn réðu öllu í Varsjárbandalaginu.
    2
    • Arnar Gudlaugsson skrifaði
      Ef þú mætir til samningaviðræðna hlítur þú að hafa umboð annars er engin tilgangur fyrir viðræðunum. Að halda því fram að af því að Rússar tóku Nató á orðinu án þess að krefjast undiritun samninga segir að þeir voru auðtrúa og nató ekki orð sins virði sem útskýrir af hverju flest allar þjóðir vantreista Nató og allar samningaviðræður við Nató algjörlega óþarfar.
      -3
    • Illugi Jökulsson skrifaði
      Takk Stefán. Varðandi athugasemd Arnars, þá voru þetta ekkin"samningaviðræður" í neinum skilningi.
      0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Takk Illugi fyrir mjög svo fróðlega flækjusögu.
    0
  • Arnar Gudlaugsson skrifaði
    To understand Russia’s claims of betrayal, it is necessary to review the reassurances then US secretary of state James A. Baker made to former Soviet leader Mikhail Gorbachev during a meeting on February 9, 1990. In a discussion on the status of a reunited Germany, the two men agreed that NATO would not extend past the territory of East Germany, a promise repeated by NATO’s secretary general in a speech on May 17 that same year in Brussels.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár