Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

760. spurningaþraut: Himinhnettir og fleiri fyrirbæri

760. spurningaþraut: Himinhnettir og fleiri fyrirbæri

Þessi þemaþraut snýst um himinhnetti í eða við sólkerfi okkar, nema aukaspurningar sýna fyrirbæri í enn fjarlægari heimshlutum. Og fyrri aukaspurning er því svona:

Hvað má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir þessi reikistjarna?

***

2.  En þessi hér?

***

3.  En hvað er að sjá hérna?

***

4.  Hvaða himinhnöttur er hér kominn?

***

5.  Hjartalaga svæðið á hnettinum hér að neðan er víst ekki nema rúmir 1.000 kílómetrar á breidd. Hnötturinn er því ekki stór, en hvað nefnist hann? Tekið skal fram að litirnir eru ögn ýktir, en engin ósköp þó.

***

6.  Hvað nefnist þessi skýjaði nágranni?

***

7.  Hvaða fallega bláa reikistjarna er þetta, raunar sú fjarlægasta frá sólu af hinum eiginlegu reikistjörnum? Allt þetta bláa er raunar ekki sjór, þótt svo mætti kannski ætla af litnum — og jafnvel af nafni plánetunnar.

***

8.  Ekki virkar þessi pláneta mjög svipmikil. En hvað heitir hún?

***

9.  Og hvað er þetta?

***

10.  Og loks þessi hér! — af svolítið öðru tagi en hinir himinhnettirnir en raunar sá fjarlægasti (núorðið) af öllum þeim sem aðalspurningarnar fjalla um. En hvað heitir hann? Svarið þarf EKKI að vera nákvæmt!

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er þessi stjörnuþoka nefnd? Vísindamenn hafa gefið henni hið opinbera heiti M104 en hún er alltaf kölluð svolítið annað. Hér má nota það heiti sem notað er í hinum (mestmegnis) enskumælandi vísindaheimi.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Júpíter.

2.  Merkúr.

3.  Mars.

4.  Jörðin.

5.  Plútó, dvergpláneta.

6.  Venus.

7.  Neptúnus.

8.  Úranus.

9.  Satúrnus.

10.  Þetta er Voyager 2 en þar sem Voyager 1 lítur nánast eins út, þá dugar að nefna Voyager.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er svarthol í miðri Vetrarbrautinni okkar.

Á neðri myndinni er „Sombrero“ stjörnuþokan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár