Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

759. spurningaþraut: Tveir karlar sem dóu sama dag

759. spurningaþraut:  Tveir karlar sem dóu sama dag

Fyrri aukaspurning:

Hvar búa þessar góðu konur sem hér að ofan sjást?

***

Aðalspurningar:

1.  Úr hvaða meginjökli á Íslandi kemur Skaftafellsjökull?

2.  Í mynni hvaða fjarðar er Brokey?

3.  Hvaða ár fengu íslenskar konur kosningarétt og kjörgengi?

4.  Hver hefur setið lengst allra samfellt í embætti forsætisráðherra á Íslandi? 

5.  Sá einstaklingur gegndi síðar á stjórnmálaferli sínum einu öðru ráðherraembætti, sem var ...?

6.  Karlmaður nokkur dó 5. mars árið 1953. Hann varð mörgum harmdauði og þúsundir manna dóu í troðningi við útför hans. En í rauninni máttu landar hans og raunar öll heimsbyggðin vera fegin að vera laus við hann. Hver var þetta?

7.  Sama dag dó reyndar líka heimsfrægt tónskáld. Tónskáldið hafði samið fjölda frábærra verka, en er þó meðal almennings eflaust kunnast fyrir rúmlega hálftíma langt verk sem var í rauninni samið fyrir börn. Hvað hét þetta tónskáld?

8.  Eitt af leikritum William Shakespeares heitir Kaupmaðurinn í ... já, hvar hafðist hann við, þessi kaupmaður?

9.  Árið 2008 var frumsýnd kvikmynd þar sem Edward Norton lék ofurhetju nokkra og mæltist túlkun hans vel fyrir. Í næstu ofurhetjumyndum tók Mark Ruffalo þó við hlutverkinu og hefur nú leikið þessa ofursterku hetju í átta bíómyndum og von er á þeirri níundu. Hvaða ofurhetja er þetta?

10.  Á hvaða eyju er borgin Palermo?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða múrar eru þetta?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Vatnajökli.

2.  Hvammsfirði.

3.  1915.

4.  Davíð Oddsson.

5.  Utanríkisráðherraembættinu.

6.  Stalín.

7.  Prokofiev. Verkið er Pétur og úlfurinn.

8.  Feneyjum.

9.  Hulk.

10.  Sikiley.

***

Svör við aukaspurningum:

Konurnar á efri myndinni búa í Gallíu. Þær eru augljóslega persónur í teiknimyndasögunum um Asterix eða Ástrík.

Á neðri myndinni má sjá Kremlarmúra í Moskvu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár