Í kappræðum Stundarinnar komu fram ólíkar áherslur oddvita þeirra flokka sem eru nú í meiri-og minnihluta borgarstjórnar, sérstaklega er varðar beina íhlutun inn á leigumarkaðinn, það hvort borgin ætti að vera „gerandi“ á almennum leigumarkaði eins og Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, orðaði það.
„Þessi markaður hefur fengið séns og hann hefur brugðist þannig að við þurfum að stíga inn,“ sagði hún og Ómar Jónsson, oddviti Miðflokksins, tók í sama streng og bætti við að hinn frjálsi markaður og borgin hefðu „brugðist“ íbúum borgarinnar og að þegar „ófremdarástand“ ríkti á frjálsum markaði hefðu bæði ríki og sveitarfélög stjórntæki til þess að koma inn á hann. „Vegna þess að þau eiga fyrst og fremst að vera að verja hagsmuni íbúanna, ekki annarra eins og til dæmis fjármagnseiganda sem hafa verið að safna til sín eignum.“
Stuttu áður hafði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, lýst því yfir að markaðurinn hefði …
Athugasemdir (2)