Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ólíkar áherslur oddvita varðandi leigumarkað: „Eigum við að eltast endalaust við leigusala?“

Fram­bjóð­end­ur í odd­vi­takapp­ræð­um Stund­ar­inn­ar höfðu ólík­ar áhersl­ur varð­andi ákall um að­gerð­ir til að bæta leigu­mark­að­inn. Sum­ir sögðu hinn al­menna mark­að hafa brugð­ist og að borg­in þurfi að stíga inn í á með­an aðr­ir vildu ekki slík af­skipti af mark­aði. Sitj­andi borg­ar­stjóri sem sagði að nú þeg­ar væri leigu­þak á óhagn­að­ar­drifnu leigu­fé­lög­un­um.

Ólíkar áherslur oddvita varðandi leigumarkað: „Eigum við að eltast endalaust við leigusala?“
Ólík sýn á stöðu leigjenda Oddvitar flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnar í Reykjavík höfðu ólíka sýn á stöðu leigjenda í kappræðum Stundarinnar síðastliðin miðvikudag. Þeir virtust sammála um að staða leigjenda væri ekki góð en greindi í stórum dráttum á um hvort hið opinbera ætti eða þyrfti að hlutast til um það, umfram það að skipuleggja og leggja til rými undir fasteignir. Mynd: Stundin / Jón Ingi

Í kappræðum Stundarinnar komu fram ólíkar áherslur oddvita þeirra flokka sem eru nú í meiri-og minnihluta borgarstjórnar, sérstaklega er varðar beina íhlutun inn á leigumarkaðinn, það hvort borgin ætti að vera „gerandi“ á almennum leigumarkaði eins og Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, orðaði það.

„Þessi markaður hefur fengið séns og hann hefur brugðist þannig að við þurfum að stíga inn,“ sagði hún og Ómar Jónsson, oddviti Miðflokksins, tók í sama streng og bætti við að hinn frjálsi markaður og borgin hefðu „brugðist“ íbúum borgarinnar og að þegar „ófremdarástand“ ríkti á frjálsum markaði hefðu bæði ríki og sveitarfélög stjórntæki til þess að koma inn á hann. „Vegna þess að þau eiga fyrst og fremst að vera að verja hagsmuni íbúanna, ekki annarra eins og til dæmis fjármagnseiganda sem hafa verið að safna til sín eignum.“  

Stuttu áður hafði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, lýst því yfir að markaðurinn hefði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Það átti aldrei að leggja niður Byggingarfélag verkamanna, á meðan það var og hét réðu allir við kostnaðinn og eignuðust svo íbúðirnar.
    0
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Ath verður að fyrstu tvö skrefin í markaðsvæðingu húsnæðis eru stigin af Reykjavíkurborg og felast í uppboði lóða og innheimtu á tvöföldu innviðagjaldi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár