Þríeykið ei meir: Þórólfur hættir eftir sumarið

Sótt­varn­ar­lækn­ir­inn Þórólf­ur Guðna­son hef­ur sagt upp störf­um. Hann hef­ur stað­ið í stafni í bar­átt­unni við COVID-19.

<span>Þríeykið ei meir: </span>Þórólfur hættir eftir sumarið
Einn af þremur Þórólfur hefur leitt viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 faraldrinum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum. Hann lætur af störfum 1. september næstkomandi. Í tilkynningu á vef landlæknisembættisins segir að ástæðurnar séu bæði persónulegar og faglegar en um eitt ár er þar til Þórólfur hefði verið gert að hætta sökum aldurs. Þá fagnar hann sjötíu ára afmæli. 

Í tilkynningunni segir að nýr kafli sé að hefjast í starfsemi sóttvarnarlæknis þar sem Covid-19 faraldurinn á landinu sé að mestu yfirstaðin. „Í þessum nýja kafla felast m.a. uppgjör á viðbrögðum við Covid faraldrinum með það fyrir augum að bæta viðbrögð við faröldrum framtíðarinnar og vinna við þau lögboðnu verkefni sem sóttvarnalækni er ætlað að sinna en hafa að miklu leyti fallið niður á tímum Covid-19,“ segir í tilkynningunni. 

Þórólfur hefur staðið í stafni í baráttunni við COVID-19 ásamt Ölmu Möller landlækni og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra. Saman hafa þau verið kölluð þríeykið. 

Starfið verður auglýst á næstu dögum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár