Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum. Hann lætur af störfum 1. september næstkomandi. Í tilkynningu á vef landlæknisembættisins segir að ástæðurnar séu bæði persónulegar og faglegar en um eitt ár er þar til Þórólfur hefði verið gert að hætta sökum aldurs. Þá fagnar hann sjötíu ára afmæli.
Í tilkynningunni segir að nýr kafli sé að hefjast í starfsemi sóttvarnarlæknis þar sem Covid-19 faraldurinn á landinu sé að mestu yfirstaðin. „Í þessum nýja kafla felast m.a. uppgjör á viðbrögðum við Covid faraldrinum með það fyrir augum að bæta viðbrögð við faröldrum framtíðarinnar og vinna við þau lögboðnu verkefni sem sóttvarnalækni er ætlað að sinna en hafa að miklu leyti fallið niður á tímum Covid-19,“ segir í tilkynningunni.
Þórólfur hefur staðið í stafni í baráttunni við COVID-19 ásamt Ölmu Möller landlækni og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra. Saman hafa þau verið kölluð þríeykið.
Starfið verður auglýst á næstu dögum.
Athugasemdir