Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þríeykið ei meir: Þórólfur hættir eftir sumarið

Sótt­varn­ar­lækn­ir­inn Þórólf­ur Guðna­son hef­ur sagt upp störf­um. Hann hef­ur stað­ið í stafni í bar­átt­unni við COVID-19.

<span>Þríeykið ei meir: </span>Þórólfur hættir eftir sumarið
Einn af þremur Þórólfur hefur leitt viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 faraldrinum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum. Hann lætur af störfum 1. september næstkomandi. Í tilkynningu á vef landlæknisembættisins segir að ástæðurnar séu bæði persónulegar og faglegar en um eitt ár er þar til Þórólfur hefði verið gert að hætta sökum aldurs. Þá fagnar hann sjötíu ára afmæli. 

Í tilkynningunni segir að nýr kafli sé að hefjast í starfsemi sóttvarnarlæknis þar sem Covid-19 faraldurinn á landinu sé að mestu yfirstaðin. „Í þessum nýja kafla felast m.a. uppgjör á viðbrögðum við Covid faraldrinum með það fyrir augum að bæta viðbrögð við faröldrum framtíðarinnar og vinna við þau lögboðnu verkefni sem sóttvarnalækni er ætlað að sinna en hafa að miklu leyti fallið niður á tímum Covid-19,“ segir í tilkynningunni. 

Þórólfur hefur staðið í stafni í baráttunni við COVID-19 ásamt Ölmu Möller landlækni og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra. Saman hafa þau verið kölluð þríeykið. 

Starfið verður auglýst á næstu dögum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár