Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir átökin í borgarstjórn endurspeglast í skotárásinni

Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­stjóra­efni Fram­sókn­ar­flokks­ins, gagn­rýndi borg­ar­full­trúa fyr­ir að eyða allt of mikl­um tíma í átök, sem end­ur­spegl­ast í leið­in­leg­um at­vik­um. „Hér er ágæt kona sem ull­ar,“ sagði hann og nefndi árás á heim­ili borg­ar­stjóra sem dæmi.

Einar Þorsteinsson, borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík, sagði árásina á heimili borgarstjóra birtingarmynd á eitruðu stjórnmálaumhverfi, í kappræðum Stundarinnar fyrr í dag. 

Lagði hann áherslu á að takast þyrfti á við flókin verkefni með meiri samvinnu en verið hefur og sagði traustið á borgarstjórn mælast minnst allra stofnana sem Gallup mælir, eða 21 prósent. „Fleiri treysta bankakerfinu heldur en borgarstjórn,“ sagði Einar.

Dagur B. EggertssonOddviti Samfylkingarinnar.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, benti á að þessar tölur ættu við um alla landsmenn, en landsbyggðin treystir borgarstjórn verr en Reykjavíkurbúar. „Það kemur í ljós, hvort sem það er út af flugvallarmálinu eða öðru, að borgarstjórn nýtur ekki mikils trausts úti á landi,“ sagði Dagur. Ef aðeins væri litið til íbúa borgarinnar mældist mun meira traust til borgarstjórnar en Einar héldi fram, eða um 34% og hefði meira traust en Alþingi. „Mér finnst þetta ósanngjörn framsetning.“ 

Einar rakti vantraust hins vegar til þess að stjórnmálamennirnir sem leiða flokkana í Reykjavík hefðu eytt of miklum tíma í átök, „sem endurspeglast í leiðinlegum atvikum hér á kjörtímabilinu“.

Inntur eftir skýringum á því til hvers hann væri að vísa sagði Einar: „Þegar heimili borgarstjóra var ógnað. Hér er ágæt kona sem ullar á borgarstjórnarfundi. Þetta dregur úr virðingu borgarstjórnar.“ Sagði hann pólasíreringuna „tæta öll lýðræðiskerfi í sig“. 

Kolbrún BaldursdóttirOddviti Flokks fólksins.

„Þú nefnir þessa árás á heimili borgarstjóra, hvernig tengist það þessu?“ spurði Margrét Marteinsdóttir, stjórnandi kappræðnanna og blaðamaður Stundarinnar. „Þegar varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir: Þetta gerist þegar borgarstjóri er lélegur borgarstjóri og fordæmir ekki árásina þá er það skýrasta birtingarmynd þess að stjórnmálaumræðan þarna er eitruð.“

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, svaraði þessum ummælum: „Við í minnihlutanum erum ekki ábyrg fyrir því að skotið var á bíl borgarstjóra.“ 

Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár