Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Átök í kappræðum: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín“

Meiri­hluti og minni­hluti í borg­ar­stjórn deildi um ábyrgð á hækk­un hús­næð­isverðs. Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata, sagði full­trúa minni­hlut­ans ekki kunna að skamm­ast sín.

Hart var deilt um áherslur í húsnæðismálum og samgöngumálum í kappræðum Stundarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, sem sjá má hér.

Í umræðunum drógust upp átakalínur á milli fulltrúa meirihlutans og minnihlutans í tveimur lykilmálum: Húsnæðismálum og samgöngumálum. Ein stærsta spurningin virðist snúast um hvort Framsóknarflokkurinn, sem hefur fengið vaxandi fylgi í könnunum, halli sér til hægri eða vinstri, en Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins, svaraði spurningu þess efnis í kappræðunum.

Dóra Björt GuðjónsdóttirOddviti Pírata

Alvarleg húsnæðiskrísa

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, kannaðist í upphafi við „alvarlega húsnæðiskrísu“, en taldi hana ekki „einhliða á ábyrgð meirihlutans í Reykjavík“. Síðar gagnrýndi hún harkalega fulltrúa minnihlutans í Framsóknarflokki, Miðflokki, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokknum, fyrir að kenna meirihlutanum  um lóðaskort. „Þau koma hérna og halda því fram að þetta sé allt á okkar ábyrgð, þegar sérfræðingar hafa sagt, að það er nægt lóðaframboð ... Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín,“ sagði hún.

Dagur B. EggertssonOddviti Samfylkingarinnar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar kvartaði undan því að Framsóknarflokkurinn vissi ekki í hvorn fótinn ætti að stíga og nefndi sérstaklega húsnæðis- og samgöngumál. „Það er eins og Framsókn sé svolítið óljós í framsetningu og tali inn í alla hópa,“ sagði hann. 

„Það þarf að þétta, og það þarf líka að dreifa,“ svaraði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar.

Þvinguð úr bílnum

Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins, skar sig úr í umræðu um skipulagsmál. Hann sagði frá reynslu sinni af umferðinni í Reykjavík og kvartaði undan áherslum um að „þvinga fólk“. 

„Við erum bílaþjóð og ég hef átt samtöl við gríðarlega marga. Ég er ekki að finna þennan stuðning við að fólk sé sátt við það að fólk sé þvingað úr bílunum sínum,“ sagði Ómar.

Ómar Már JónssonOddviti Miðflokksins

Félagsleg uppbygging

Allir frambjóðendur könnuðust við vanda í húsnæðismálum, þótt mat á orsökum hans innan eða utan sveitarfélags skiptist eftir línum meirihluta og minnihluta.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, taldi skorta að skipuleggja svæði fyrir uppbyggingu. „Bleiki fíllinn í herberginu í þessari umræðu er auðvitað bara framboðshliðin,“ sagði Hildur. „Það vantar land. Og við þurfum að skipuleggja land.“ Hún lagðist ekki gegn Borgarlínu, en kvað spurningu um skilgreiningu á henni þar sem fólk talaði um mismunandi útfærslu.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, skar sig úr í meirihlutasamstarfinu með því að tala fyrir markaðslausn á leigumarkaði. Dóra Björt í Pírötum setti ábyrgðina á hugsanlegu leiguþaki á herðar Alþingis. 

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, vildi að Félagsbústaðir færu í stórfellda uppbyggingu á húsnæði fyrir fólk, ekki eingöngu þá tekjulægstu, enda væri eiginfjárhlutfall gott. 

Sanna Magdalena MörtudóttirOddviti Sósíalistaflokksins

„Félagsbústaðir geta nýtt þessa sterku stöðu til þess að fara í uppbyggingu og síðan nýta stöðuna til að byggja fyrir fólk í neyð, í þörf og líka að útvíkka hvað við eigum við með félagslegu leiguhúsnæði. Eins og þetta er í dag þarftu að vera í viðkvæmri stöðu félagslega og fjárhagslega,“ segir Sanna. „Þetta eru náttúrulega leigjendur að greiða tekjur, þannig að það er ekki áhætta sem er fólgin í þessu,“ bætti hún við.

Sanna lagði einnig áherslu á góðar almenningssamgöngur og féll þannig að hugmyndum meirihlutans.

Líf MagneudóttirOddviti Vinstri grænna

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, lagði sömuleiðis áherslu á opinbera uppbyggingu. „Við erum að leggja aftur fram í þessum kosningum hugmyndafræði verkamannabústaða,“ sagði Líf.

Hverjir geta unnið saman?

Einar Þorsteinsson kvartaði undan því að framferði borgarfulltrúa drægi úr trausti á borgarstjórn, sem hefði mælst lægst allra stofnana í traustmælingu Gallups. „Hér er ágæt kona sem ullar á borgarstjórnarfundi. Þetta dregur úr virðingu borgarstjórnar,“ og vísaði þar á Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna.

Einar ÞorsteinssonOddviti Framsóknarflokksins

Dagur benti á að borgarstjórn nýtur meira trausts hjá Reykvíkingum heldur en Alþingi. Að vantraustið lægi helst úti á landi og í nágrannasveitarfélögum.

Einar, sem hefur notið góðs gengis í könnunum, var spurður í kappræðunum hvort hann vildi ganga til liðs við núverandi meirihluta. „Ef menn vilja breytingar í borginni, þá þurfa þeir að kjósa Framsókn,“ sagði hann meðal annars.

„Fólk sér ekki mikinn mun á stefnu Framsóknarflokksins og meirihlutans,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins.

Hildur BjörnsdóttirOddviti Sjálfstæðisflokksins

Spurningin um næsta meirihlutasamstarf í Reykjavík virðist því snúast að miklu leyti um hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkur verði í meirihluta.

„Ef þessi meirihluti heldur finnst mér bara vera kurteisi að tala saman,“ sagði Þórdís Lóa hjá Viðreisn, en kvaðst ganga óbundin til kosninga.

Eftir að Einar og Hildur hvöttu til breytinga í borgarstjórn sagði Líf að þau væru breytingaraflið. „Við erum breytingin,“ sagði Dóra Björt, oddviti Pírata.

Þórdís Lóa ÞórhallsdóttirOddviti Viðreisnar

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, sagðist vera til í að vinna með öllum – ef þeir ætluðu að taka á biðlistum barna, öryrkja, aldraðra og fatlaðs fólks. Kolbrún sagði að til væru fjölskyldur í borginni sem væru að lepja dauðann úr skel. „Við viljum frítt í frístundina, fríar skólamáltíðir,“ segir Kolbrún og segir að bregðast verði við vandanum.

Þegar talið snérist að Borgarlínu sló hún aftur á sama streng: „Við í Flokki Fólksins sjáum ofsjónum yfir þessum tölum á sama tíma og vantar peninga til að stytta biðlista eftir greiningum og talmeinakennslu.“  Hún sagðist hafa áhyggjur af því að þegar Borgarlínan komi þá verði tæknikerfið orðið úrelt. Hún vill að strætó verði gjaldfrjáls og leiðum fjölgað.

Kolbrún BaldursdóttirOddviti Flokks fólksins

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Ansi gott hjá Sönnu að koma inn á skráða stöðu Félagsbústaða sem sýnir að þeir eiga auðveldlega að geta hraðað uppbyggingu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
4
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
5
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
8
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.
„Kapítalismi án samkeppni er arðrán“
10
Fréttir

„Kapí­tal­ismi án sam­keppni er arð­rán“

Í nítj­ánda þætti Pressu komu for­svars­menn Neyt­enda­sam­tak­anna, VR og Fé­lags at­vinnu­rek­anda til þess að ræða ný­leg­ar laga­breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um og stöðu sam­keppn­is­mála hér á landi al­mennt. Þá ræddu for­menn­irn­ir einnig ný­lega skýrslu um ólög­legt verð­sam­ráð skipa­fé­lag­anna og hugs­an­leg­ar lög­sókn­ir vegna sam­keppn­is­brot­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár