Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

755. spurningaþraut: „Hefur þú enga sómatilfinningu?“

755. spurningaþraut: „Hefur þú enga sómatilfinningu?“

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá 18 ára gamla leikkonu í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki í myndinni Age of Consent frá 1963. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 1954 var karl einn í Bandaríkjunum spurður einfaldrar spurningar: „Hefur þú enga sómatilfinningu?“ Hver var spurður?

2.  Hvaða þjóð er ríkjandi heimsmeistari í fótbolta kvenna?

3.  En í fótbolta karla?

4.  Við hvern er Jónshús í Kaupmannahöfn kennt? Og lárviðarstig með eikarlaufum er í boði fyrir rétt svar við framhaldsspurningunni: Við hvaða götu er Jónshús?

5.  Í hvaða hafsvæði fellur árin Tígris?

6.  Hvað heitir stærsta eyjan sem tilheyrir Bandaríkjunum?

7.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur margvísleg störf að baki. Hún var hins vegar við meistaranám í ákveðinni grein á árunum 1981-1983 og lauk ekki annarri formlegri menntun eftir það. Hvaða háskólagrein var þetta?

8.  Jón Sveinsson tók við ákveðnu embætti á Íslandi 1780 og gegndi því til dauðadags 1803. Hann var annar í röðinni yfir þá sem gengt hafa embættinu hér á landi, en þetta embætti er enn við lýði. Jón Sveinsson var sem sagt ... hvað?

9.  Sofi Oksanen heitir kona ein, finnsk. Hvað fæst hún við í lífinu?

10.  Vestur í Bandaríkjunum bjó hins vegar til skamms tíma kona að nafni Vicky White. Hún dó sem sagt á dögunum. Við hvað starfaði hún?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi fiskur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  McCarthy þingmaður.

2.  Bandaríkjamenn.

3.  Frakkar.

4.  Jón Sigurðsson. En gatan heitir Øster Voldgade.

5.  Persaflóa.

6.  Havaí-eyja, Stóra eyjan.

7.  Sagnfræði.

8.  Landlæknir.

9.  Ritstörf.

10.  Fangavörður. Hún var raunar „corrections officer“ sem þýðir eins konar umsjónarmaður með velferð fanga, en fangavörður dugar alveg í þessu tilfelli.

***

Svör við aukaspurningum:

Leikkonan unga heitir Helen Mirren.

Helen Mirren, um daginn

Fiskurinn nefnist skötuselur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár