Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

755. spurningaþraut: „Hefur þú enga sómatilfinningu?“

755. spurningaþraut: „Hefur þú enga sómatilfinningu?“

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá 18 ára gamla leikkonu í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki í myndinni Age of Consent frá 1963. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 1954 var karl einn í Bandaríkjunum spurður einfaldrar spurningar: „Hefur þú enga sómatilfinningu?“ Hver var spurður?

2.  Hvaða þjóð er ríkjandi heimsmeistari í fótbolta kvenna?

3.  En í fótbolta karla?

4.  Við hvern er Jónshús í Kaupmannahöfn kennt? Og lárviðarstig með eikarlaufum er í boði fyrir rétt svar við framhaldsspurningunni: Við hvaða götu er Jónshús?

5.  Í hvaða hafsvæði fellur árin Tígris?

6.  Hvað heitir stærsta eyjan sem tilheyrir Bandaríkjunum?

7.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur margvísleg störf að baki. Hún var hins vegar við meistaranám í ákveðinni grein á árunum 1981-1983 og lauk ekki annarri formlegri menntun eftir það. Hvaða háskólagrein var þetta?

8.  Jón Sveinsson tók við ákveðnu embætti á Íslandi 1780 og gegndi því til dauðadags 1803. Hann var annar í röðinni yfir þá sem gengt hafa embættinu hér á landi, en þetta embætti er enn við lýði. Jón Sveinsson var sem sagt ... hvað?

9.  Sofi Oksanen heitir kona ein, finnsk. Hvað fæst hún við í lífinu?

10.  Vestur í Bandaríkjunum bjó hins vegar til skamms tíma kona að nafni Vicky White. Hún dó sem sagt á dögunum. Við hvað starfaði hún?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi fiskur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  McCarthy þingmaður.

2.  Bandaríkjamenn.

3.  Frakkar.

4.  Jón Sigurðsson. En gatan heitir Øster Voldgade.

5.  Persaflóa.

6.  Havaí-eyja, Stóra eyjan.

7.  Sagnfræði.

8.  Landlæknir.

9.  Ritstörf.

10.  Fangavörður. Hún var raunar „corrections officer“ sem þýðir eins konar umsjónarmaður með velferð fanga, en fangavörður dugar alveg í þessu tilfelli.

***

Svör við aukaspurningum:

Leikkonan unga heitir Helen Mirren.

Helen Mirren, um daginn

Fiskurinn nefnist skötuselur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár