Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

754. spurningaþraut: Carter, Schliemann og hver?

754. spurningaþraut: Carter, Schliemann og hver?

Fyrri aukaspurning:

Þessar hressu stúlkur kepptu í Eurovision í síðustu viku. Fyrir hvaða land?

***

Aðalspurningar:

1.  Gríðarlega vinsælar teiknimyndasögur upprunnar í Belgíu fjalla um ævintýri þeirra Spirous og Fantasios. Hvað kallast þeir á íslensku?

2.  Í hvaða landi er reggí-tónlistin talin upprunnin?

3.  Hvaða fugl verpir stærstu og þyngstu eggjum í heimi?

4.  Hversu þung eru þau egg að jafnaði? Ekki eru gefin nein skekkjumörk!

5.  Hvar býr sá köttur sem púma kallast?

6.  Hvað var það sem Howard Carter og félagar fundu árið 1922?

7.  En hvað var það sem Heinrich Schliemann og félagar fundu hálfri öld fyrr? 

8.  Hvað hét málarinn Van Gogh að skírnarnafni?

9.  Hver gaf út lagið Golden Years á plötu sinni Station to Station árið 1976?

10.  Sögur herma að þetta lag hafi tónlistarmaðurinn ætlað öðrum frægum flytjanda, en því miður ekki orðið af samstarfi þeirra.  Sá síðarnefndi dó svo ekki löngu síðar, svo ekkert varð úr neinu. Hver var þessi seinni músíkant sem átti að fá lagið?

***

Seinni aukaspurning:

Útlínur hvaða Evrópuríkis má sjá hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Svalur og Valur.

2.  Jamaíka.

3.  Strúturinn.

4.  Eitt og hálft kíló.

5.  Í Ameríkum báðum.

6.  Gröf (múmíu) Tútankamons faragós.

7.  Trójuborg.

8.  Vincent.

9.  David Bowie.

10.  Elvis Presley.

***

Svör við aukaspurningum:

Konurnar kepptu fyrir Danmörku.

Og þetta eru útlínur Króatíu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár