Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

751. spurningaþraut: Fjármálastofnanir, stjórnmálaflokkar, sjúkdómur, fótboltamaður ...

751. spurningaþraut: Fjármálastofnanir, stjórnmálaflokkar, sjúkdómur, fótboltamaður ...

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir unga konan sem er til vinstri á myndinni? Fornafn dugar.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er elsti banki landsins, stofnaður 1885?

2.  Árið 1980 gaf fyrirtækið Kreditkort út fyrsta kreditkortið á Íslandi. Hvað nefndist það kort?

3.  Ungur Norðmaður er nú að ganga til liðs við karlalið Manchester City í fótbolta. Hvað heitir hann?

4.  Sami maðurinn átti mikinn þátt í að stofna bæði Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn. Hver var sá?

5.  Og hvaða ár voru báðir flokkarnir stofnaðir? Hér má skeika einu ári til eða frá!

6.  Hvaða sjúkdómur var fyrr á tíð kallaður hvíti dauðinn?

7.  En hver gaf út fyrir fáeinum árum úr vinsæla glæpasögu sem nefndist Hvíti dauðinn?

8.  Guðrún Agnarsdóttir læknir sat á þingi 1983-1990. Fyrir hvað flokk?

9.  Sex árum eftir að Guðrún lét af þingmennsku sóttist hún eftir öðru starfi. Hvað starf var það?

10.  Hver leikur aðalhlutverkið í skemmtimyndinni The Unbearable Weight of Massive Talent, sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum víða?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða hljómsveit gaf út þá plötu sem hér sést hluti af?

 

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Landsbankinn.

2.  Eurocard.

3.  Haaland.

4.  Jónas frá Hriflu.

5.  1916 — svo rétt telst vera 1915-1917.

6.  Berklar.

7.  Ragnar Jónasson.

8.  Kvennalistann.

9.  Forseti Íslands.

10.  Nicolas Cage.

***

Svör við aukaspurningum:

Stúlkan á efri myndinni heitir Zendaya.

Umslagið á neðri myndinni var utan um plötuna Rio með Duran Duran.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár