Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir unga konan sem er til vinstri á myndinni? Fornafn dugar.
***
Aðalspurningar:
1. Hver er elsti banki landsins, stofnaður 1885?
2. Árið 1980 gaf fyrirtækið Kreditkort út fyrsta kreditkortið á Íslandi. Hvað nefndist það kort?
3. Ungur Norðmaður er nú að ganga til liðs við karlalið Manchester City í fótbolta. Hvað heitir hann?
4. Sami maðurinn átti mikinn þátt í að stofna bæði Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn. Hver var sá?
5. Og hvaða ár voru báðir flokkarnir stofnaðir? Hér má skeika einu ári til eða frá!
6. Hvaða sjúkdómur var fyrr á tíð kallaður hvíti dauðinn?
7. En hver gaf út fyrir fáeinum árum úr vinsæla glæpasögu sem nefndist Hvíti dauðinn?
8. Guðrún Agnarsdóttir læknir sat á þingi 1983-1990. Fyrir hvað flokk?
9. Sex árum eftir að Guðrún lét af þingmennsku sóttist hún eftir öðru starfi. Hvað starf var það?
10. Hver leikur aðalhlutverkið í skemmtimyndinni The Unbearable Weight of Massive Talent, sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum víða?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða hljómsveit gaf út þá plötu sem hér sést hluti af?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Landsbankinn.
2. Eurocard.
3. Haaland.
4. Jónas frá Hriflu.
5. 1916 — svo rétt telst vera 1915-1917.
6. Berklar.
7. Ragnar Jónasson.
8. Kvennalistann.
9. Forseti Íslands.
10. Nicolas Cage.
***
Svör við aukaspurningum:
Stúlkan á efri myndinni heitir Zendaya.
Umslagið á neðri myndinni var utan um plötuna Rio með Duran Duran.
Athugasemdir