Fyrri aukaspurning:
Hver er konan hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver lék Mad Max í þremur bíómyndum frá 1979 til 1985?
2. Fræg söngkona lék aðalkvenrulluna í þriðju myndinni, Mad Max Beyond Thunderdome. Hvað heitir hún?
3. Lag sem söngkonan kvað í þeirri mynd varð afar vinsælt og heyrist jafnvel enn stöku sinnum í útvarpi. Hvað hét lagið?
4. Hvað heitir vitinn á Seltjarnarnesi?
5. Hvað heitir umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is?
6. Hvað heitir borgin þar sem sjónvarpsserían The Simpsons gerist?
7. Árið 1966 hófst svokölluð menningarbylting í landi einu. Henni var ætlað að snúa landsmönnum á „rétta“ braut í samfélagsmálum í víðum skilningi en hafði ómældar hörmungar í för með sér. Í hvaða landi varð þessi menningarbylting?
8. Hvaða tveir höfundar skrifuðu Kommúnistaávarpið?
9. Í frægri íslenskri skáldsögu segir frá því í fyrsta kafla að írskur særingamaður eða munkur að nafni Kólumkilli hafi lagt bölvun á norræna menn sem hröktu írska munka burt frá landinu. Og sú bölvun lendir á jörð söguhetjunnar. Hvað heitir skáldsagan?
10. Og hver skrifaði hana?
Svo er hér ein aukaspurning sem gefur sérstakt Kólumkilla-stig. Hvaða víðfræga alþjóðlega filmstjarna heitir Columcille að millinafni?
***
Seinni. aukaspurning:
Hvað er athugavert við þessa mynd af austanverðu Miðjarðarhafi?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Mel Gibson.
2. Tina Turner.
3. We Don't Need Another Hero.
4. Gróttuviti.
5. Marta María.
6. Springfield.
7. Kína.
8. Marx og Engels.
9. Sjálfstætt fólk.
10. Halldór Laxness.
Hin alþjóðleg filmstjarna er Mel Columcille Gibson.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Jacqueline Kennedy, síðar Onassis.
Á neðri myndinni hefur Kýpur verið þurrkuð út.
Athugasemdir