Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

749. spurningaþraut: Í fyrsta — og síðasta — sinn er í boði sérstakt Kólumkilla-stig!

749. spurningaþraut: Í fyrsta — og síðasta — sinn er í boði sérstakt Kólumkilla-stig!

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver lék Mad Max í þremur bíómyndum frá 1979 til 1985?

2.  Fræg söngkona lék aðalkvenrulluna í þriðju myndinni, Mad Max Beyond Thunderdome. Hvað heitir hún?

3.  Lag sem söngkonan kvað í þeirri mynd varð afar vinsælt og heyrist jafnvel enn stöku sinnum í útvarpi. Hvað hét lagið?

4.  Hvað heitir vitinn á Seltjarnarnesi?

5.  Hvað heitir umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is?

6.  Hvað heitir borgin þar sem sjónvarpsserían The Simpsons gerist?

7.  Árið 1966 hófst svokölluð menningarbylting í landi einu. Henni var ætlað að snúa landsmönnum á „rétta“ braut í samfélagsmálum í víðum skilningi en hafði ómældar hörmungar í för með sér. Í hvaða landi varð þessi menningarbylting?

8.  Hvaða tveir höfundar skrifuðu Kommúnistaávarpið?

9.  Í frægri íslenskri skáldsögu segir frá því í fyrsta kafla að írskur særingamaður eða munkur að nafni Kólumkilli hafi lagt bölvun á norræna menn sem hröktu írska munka burt frá landinu. Og sú bölvun lendir á jörð söguhetjunnar. Hvað heitir skáldsagan?

10.  Og hver skrifaði hana?

Svo er hér ein aukaspurning sem gefur sérstakt Kólumkilla-stig. Hvaða víðfræga alþjóðlega filmstjarna heitir Columcille að millinafni?

***

Seinni. aukaspurning:

Hvað er athugavert við þessa mynd af austanverðu Miðjarðarhafi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mel Gibson.

2.  Tina Turner.

3.  We Don't Need Another Hero.

4.  Gróttuviti.

5.  Marta María.

6.  Springfield.

7.  Kína.

8.  Marx og Engels.

9.  Sjálfstætt fólk.

10.  Halldór Laxness.

Hin alþjóðleg filmstjarna er Mel Columcille Gibson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Jacqueline Kennedy, síðar Onassis.

Á neðri myndinni hefur Kýpur verið þurrkuð út.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár