Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Oddvitar mætast í beinni útsendingu

Borg­ar­stjóra­efni flokk­anna sem bjóða fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um um helg­ina mæt­ast í kapp­ræð­um sem streymt verð­ur á vef Stund­ar­inn­ar í dag. Loka­sprett­ur kosn­inga­bar­átt­unn­ar er geng­inn í garð og verða odd­vit­arn­ir krafð­ir svara um hvernig þeir ætla að koma sín­um stefnu­mál­um til fram­kvæmda.

Oddvitar mætast í beinni útsendingu

Borgarstjóraefni stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík um komandi helgi mætast í kappræðum Stundarinnar sem fram miðvikudaginn 11. maí. Útsendingin hefst klukkan 14.00 en það eru blaðamennirnir Aðalsteinn Kjartansson og Margrét Marteinsdóttir stýra umræðunum. Nægur tími verður til að fara yfir helstu kosninganamálin því umræðurnar munu standa í 90-120 mínútur og verður kappræðunum streymt beint á vef Stundarinnar. 

Eftir kappræðurnar verður upptaka aðgengileg á vefnum auk þess sem blaðamenn Stundarinnar munu vinna fréttir upp úr kappræðunum með því markverðasta sem þar kemur fram. 

Stýra umræðumBlaðamennirnir Margrét Marteinsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson stýra umræðunum.

Lesendum Stundarinnar býðst að senda inn spurningar bæði áður en útsending hefst og á meðan kappræðunum stendur. Ritstjórn Stundarinnar velur úr spurningum sem berast og koma þeim til spyrla sem geta í kjölfarið gengið á eftir svörum frá oddvitunum. Hægt er að senda inn spurningar í gegnum netfangið kosningar@stundin.is. Flokkarnir verða spurðir út í helstu stefnumál sín og hvernig þau ætla að koma þeim til framkvæmdar. Ritstjórn Stundarinnar hefur undanfarnar vikur unnið að ítarlegum greiningum á stöðu helstu mála borgarinnar, svo sem fasteigna- og leigumarkaðnum og daggæslu- og leikskólamálum. 

Níu framboðum var boðið að taka þátt en það eru öll framboð sem mældust með meira en eitt prósent fylgi í einhverri skoðanakönnun sem birt hefur verið frá því að framboðsfrestur rann út. Þeir fulltrúar sem staðfest hafa komu sína í kappræðurnar eru: Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, Einar Þorsteinsson, Framsóknarflokki, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki, Ómar Már Jónsson, Miðflokki, og Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins. 

Kappræðurnar eru hápunktur kosningaumfjöllunar Stundarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar en þar að auki Stundin hefur undanfarna daga gefið almenningi færi á að taka kosningapróf á vefnum þar sem tækifæri gefst til að bera sig saman við einstaka frambjóðendur og flokka. Allir oddvitarnir hafa svarað prófinu og munu spyrlar í kappræðunum fara yfir hvaða flokkar eiga málefnalega samleið og hverjir ekki. Þá liggur líka fyrir upplýsingar um hvað þeir kjósendur sem tekið hafa prófið telja að séu mikilvægustu málin fyrir komandi kosningar og hvernig afstaða kjósenda er til þeirra mála sem helst virðast áberandi í komandi kosningum. 

Kannanir sína talsverðar breytingar á fylgi flokka frá því í síðustu kosningum þó að flestar bendi til að meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar haldi meirihluta sínum. Allir flokkarnir í samstarfinu hafa lýst því yfir að það sé þeirra fyrsta val að halda samstarfinu áfram. Framsóknarflokkurinn, sem ekki fékk fulltrúa kjörinn í síðustu kosningum, mælist í stórsókn og með þrjá menn kjörna en flokkurinn hefur boðað tíma breytinga í borginni, komist hann til valda. Sjálfstæðisflokkurinn, sem fékk mest fylgi allra flokka í síðustu kosningum, mælist í sögulegri lægð og gefa kannanir til kynna sögulegt hrun flokksins í borginni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár