Roe vs. Wade er sennilega einn frægasti og þýðingarmesti dómur sem hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fellt. Hann hefur verið í gildi síðan 1973, þegar æðsti réttur Bandaríkjanna ákvað með einu pennastriki að fæðingarrof væri löglegt í mörgum tilfellum og aðgengi kvenna að slíkri meðferð varð almenn. Sú var í það minnsta hugmyndin.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og mörg ríki hafa sett takmarkanir á fósturrof sem oft neyða konur til að leita til annarra ríkja innan Bandaríkjanna til að fá mannréttindum sínum framfylgt. Eftir að þrjú sæti losnuðu á fjögurra ára valdatíð Donalds Trump tókst honum að skipa meirihluta mun íhaldssamari dómara en áður. Samkvæmt lekinni skýrslu er meirihluti núverandi dómara fylgjandi því að banna þungunarrof með öllu eða mestu leyti. Það eru straumhvörf í bandarískri pólitík.
Roe vs. Wade, sem snerist um réttindi til þungunarrofs, var staðfest af hæstarétti tvisvar. Kannanir sýna að eingöngu 36% vilja afnema …
Athugasemdir