Guðmundur Arnar Guðmundsson frumsýndi aðra kvikmynd sína í fullri lengd, Berdreymi, undir lok apríl. Fyrr á árinu höfðu borist þær fréttir að myndin hefði verið valin besta evrópska myndin í Panorama-flokki Berlinale kvikmyndahátíðarinnar og yrði sýnd í 44 löndum. Hjartasteinn, fyrri kvikmynd Guðmundar Arnar, var einnig margverðlaunuð og fékk minnst 45 alþjóðleg verðlaun auk níu Edduverðlauna. Það er því óhætt að segja að leikstjórinn hafi stimplað sig rækilega inn, enda er Berdreymi vinsælasta kvikmyndin í íslenskum kvikmyndahúsum um þessar mundir samkvæmt aðsóknartölum.
Í rökstuðningi dómnefndar á Berlinale-kvikmyndahátíðinni er tekið fram að Berdreymi sé ekki dæmigerð íslensk kvikmynd, í henni birtist ekki stórbrotin náttúra heldur hrátt borgarlandslag. Þrátt fyrir hörkuna sé það hlýjan sem geri myndina einstaka. Sjálfur hefur leikstjórinn sagt að sagan byggi á menningu sem viðgekkst í kringum 2000 þegar hann var að alast upp í Árbænum, þar sem mikið var um slagsmál á milli hverfa og hann hafi …
Athugasemdir (1)