Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lamandi myrkur og máttur vonarinnar

Kvik­mynd­in Ber­d­reymi seg­ir af vina­hópi ung­lings­drengja sem eru þekkt­ir fyr­ir að vera harð­ir af sér og víla ekki fyr­ir sér að beita of­beldi, en sýna líka mikla mýkt, blíðu og sam­heldni.

Lamandi myrkur og máttur vonarinnar

Guðmundur Arnar Guðmundsson frumsýndi aðra kvikmynd sína í fullri lengd, Berdreymi, undir lok apríl. Fyrr á árinu höfðu borist þær fréttir að myndin hefði verið valin besta evrópska myndin í Panorama-flokki Berlinale kvikmyndahátíðarinnar og yrði sýnd í 44 löndum. Hjartasteinn, fyrri kvikmynd Guðmundar Arnar, var einnig margverðlaunuð og fékk minnst 45 alþjóðleg verðlaun auk níu Edduverðlauna. Það er því óhætt að segja að leikstjórinn hafi stimplað sig rækilega inn, enda er Berdreymi vinsælasta kvikmyndin í íslenskum kvikmyndahúsum um þessar mundir samkvæmt aðsóknartölum. 

Í rökstuðningi dómnefndar á Berlinale-kvikmyndahátíðinni er tekið fram að Berdreymi sé ekki dæmigerð íslensk kvikmynd, í henni birtist ekki stórbrotin náttúra heldur hrátt borgarlandslag. Þrátt fyrir hörkuna sé það hlýjan sem geri myndina einstaka. Sjálfur hefur leikstjórinn sagt að sagan byggi á menningu sem viðgekkst í kringum 2000 þegar hann var að alast upp í Árbænum, þar sem mikið var um slagsmál á milli hverfa og hann hafi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • It is a piece of genius that all of Iceland should be very proud of (and should go and watch at the cinema).
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár