Lamandi myrkur og máttur vonarinnar

Kvik­mynd­in Ber­d­reymi seg­ir af vina­hópi ung­lings­drengja sem eru þekkt­ir fyr­ir að vera harð­ir af sér og víla ekki fyr­ir sér að beita of­beldi, en sýna líka mikla mýkt, blíðu og sam­heldni.

Lamandi myrkur og máttur vonarinnar

Guðmundur Arnar Guðmundsson frumsýndi aðra kvikmynd sína í fullri lengd, Berdreymi, undir lok apríl. Fyrr á árinu höfðu borist þær fréttir að myndin hefði verið valin besta evrópska myndin í Panorama-flokki Berlinale kvikmyndahátíðarinnar og yrði sýnd í 44 löndum. Hjartasteinn, fyrri kvikmynd Guðmundar Arnar, var einnig margverðlaunuð og fékk minnst 45 alþjóðleg verðlaun auk níu Edduverðlauna. Það er því óhætt að segja að leikstjórinn hafi stimplað sig rækilega inn, enda er Berdreymi vinsælasta kvikmyndin í íslenskum kvikmyndahúsum um þessar mundir samkvæmt aðsóknartölum. 

Í rökstuðningi dómnefndar á Berlinale-kvikmyndahátíðinni er tekið fram að Berdreymi sé ekki dæmigerð íslensk kvikmynd, í henni birtist ekki stórbrotin náttúra heldur hrátt borgarlandslag. Þrátt fyrir hörkuna sé það hlýjan sem geri myndina einstaka. Sjálfur hefur leikstjórinn sagt að sagan byggi á menningu sem viðgekkst í kringum 2000 þegar hann var að alast upp í Árbænum, þar sem mikið var um slagsmál á milli hverfa og hann hafi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • It is a piece of genius that all of Iceland should be very proud of (and should go and watch at the cinema).
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár