„Ég hef verið í fasteignaviðskiptum frá því ég var sautján ára, fyrst byggði ég hús og seldi þau síðan en í dag á ég fimm íbúðir sem ég leigi út,“ segir einn leigusalanna sem vildi ræða við Stundina. Hann auglýsti nýlega eina af íbúðum sínum til leigu. Sú er 56 fermetrar, leigist með húsgögnum og leiguverðið er 215 þúsund á mánuði og segir hann að hiti, rafmagn og netið sé innifalið í því verði. „Ef þú sæir listann með umsóknunum, guð minn góður, þvílíkur fjöldi. Ég fylltist hreinlega valkvíða. Þetta var flest allt gott fólk en mjög fáir Íslendingar. Í langflestum tilvikum var um að ræða fólk sem er hér tímabundið í vinnu, fólk frá öllum heimshornum,“ segir maðurinn og bætir við að þetta sýni að eftirspurn sé mun meiri en framboðið.
Lækkar leiguverð ef leigjandi lendir í skakkaföllum
Maðurinn hefur verið að leigja út íbúðir frá því skömmu eftir …
Athugasemdir