Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Starfsfólk Bankasýslunnar fékk vínflöskur og flugeld frá ráðgjöfum

Starfs­menn Banka­sýslu rík­is­ins fengu vín­flösk­ur og flug­eld í gjaf­ir frá að­il­um tengd­um fram­kvæmd út­boða á hlut­um rík­is­ins í Ís­lands­banka. Þing­mað­ur Pírata vill fá minn­is­blað frá stofn­un­inni um þess­ar gjaf­ir.

Starfsfólk Bankasýslunnar fékk vínflöskur og flugeld frá ráðgjöfum
Gjafir Vínflöskur og flugeldar enduðu hjá starfsfólki Bankasýslunnar vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Einhverjir starfsmenn Bankasýslu ríkisins fengu vínflöskur frá aðilum sem tengjast útboðum ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka. 

„Við fengum einhverjar vínflöskur og flugeld, konfektkassa, en svo eigum við náttúrulega hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis, en það er ekkert annað,“ sagði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, á opnum fundi fjárlaganefnd vegna sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í lokuðu útboði. 

Formaður nefndarinnar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafði þá spurt um hvort stjórn eða starfsmenn hefðu nýtt sér eða þegið boð eða gjafir eða risnur eða eitthvað slíkt í kjölfar eða aðdraganda beggja útboðanna. Stjórnarformaðurinn svaraði spurningunni líka en sagði: „Ég hef ekkert fengið.“

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, spurði nánar út í þessa kvöldverði og vínflöskur og sagði að dæmi væri um það í Noregi að gjafir sem þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum þar í landi. Bankasala væri mun stærra mál. Þess vegna vildi hann svör Bankasýslunnar um hversu dýrar vínflöskurnar og máltíðirnar hefðu verið.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði þá þegar beðið um minnisblað um þessar gjafir og máltíðir. Og í þá fyrirspurn vísaði Jón Gunnar svo í svörum til Eyjólfs. „Ég skal bara senda þér minnisblaðið. Það er ekki málið,“ sagði hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár