Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Starfsfólk Bankasýslunnar fékk vínflöskur og flugeld frá ráðgjöfum

Starfs­menn Banka­sýslu rík­is­ins fengu vín­flösk­ur og flug­eld í gjaf­ir frá að­il­um tengd­um fram­kvæmd út­boða á hlut­um rík­is­ins í Ís­lands­banka. Þing­mað­ur Pírata vill fá minn­is­blað frá stofn­un­inni um þess­ar gjaf­ir.

Starfsfólk Bankasýslunnar fékk vínflöskur og flugeld frá ráðgjöfum
Gjafir Vínflöskur og flugeldar enduðu hjá starfsfólki Bankasýslunnar vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Einhverjir starfsmenn Bankasýslu ríkisins fengu vínflöskur frá aðilum sem tengjast útboðum ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka. 

„Við fengum einhverjar vínflöskur og flugeld, konfektkassa, en svo eigum við náttúrulega hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis, en það er ekkert annað,“ sagði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, á opnum fundi fjárlaganefnd vegna sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í lokuðu útboði. 

Formaður nefndarinnar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafði þá spurt um hvort stjórn eða starfsmenn hefðu nýtt sér eða þegið boð eða gjafir eða risnur eða eitthvað slíkt í kjölfar eða aðdraganda beggja útboðanna. Stjórnarformaðurinn svaraði spurningunni líka en sagði: „Ég hef ekkert fengið.“

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, spurði nánar út í þessa kvöldverði og vínflöskur og sagði að dæmi væri um það í Noregi að gjafir sem þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum þar í landi. Bankasala væri mun stærra mál. Þess vegna vildi hann svör Bankasýslunnar um hversu dýrar vínflöskurnar og máltíðirnar hefðu verið.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði þá þegar beðið um minnisblað um þessar gjafir og máltíðir. Og í þá fyrirspurn vísaði Jón Gunnar svo í svörum til Eyjólfs. „Ég skal bara senda þér minnisblaðið. Það er ekki málið,“ sagði hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár