Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Starfsfólk Bankasýslunnar fékk vínflöskur og flugeld frá ráðgjöfum

Starfs­menn Banka­sýslu rík­is­ins fengu vín­flösk­ur og flug­eld í gjaf­ir frá að­il­um tengd­um fram­kvæmd út­boða á hlut­um rík­is­ins í Ís­lands­banka. Þing­mað­ur Pírata vill fá minn­is­blað frá stofn­un­inni um þess­ar gjaf­ir.

Starfsfólk Bankasýslunnar fékk vínflöskur og flugeld frá ráðgjöfum
Gjafir Vínflöskur og flugeldar enduðu hjá starfsfólki Bankasýslunnar vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Einhverjir starfsmenn Bankasýslu ríkisins fengu vínflöskur frá aðilum sem tengjast útboðum ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka. 

„Við fengum einhverjar vínflöskur og flugeld, konfektkassa, en svo eigum við náttúrulega hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis, en það er ekkert annað,“ sagði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, á opnum fundi fjárlaganefnd vegna sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í lokuðu útboði. 

Formaður nefndarinnar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafði þá spurt um hvort stjórn eða starfsmenn hefðu nýtt sér eða þegið boð eða gjafir eða risnur eða eitthvað slíkt í kjölfar eða aðdraganda beggja útboðanna. Stjórnarformaðurinn svaraði spurningunni líka en sagði: „Ég hef ekkert fengið.“

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, spurði nánar út í þessa kvöldverði og vínflöskur og sagði að dæmi væri um það í Noregi að gjafir sem þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum þar í landi. Bankasala væri mun stærra mál. Þess vegna vildi hann svör Bankasýslunnar um hversu dýrar vínflöskurnar og máltíðirnar hefðu verið.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði þá þegar beðið um minnisblað um þessar gjafir og máltíðir. Og í þá fyrirspurn vísaði Jón Gunnar svo í svörum til Eyjólfs. „Ég skal bara senda þér minnisblaðið. Það er ekki málið,“ sagði hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár