Starfsfólk Bankasýslunnar fékk vínflöskur og flugeld frá ráðgjöfum

Starfs­menn Banka­sýslu rík­is­ins fengu vín­flösk­ur og flug­eld í gjaf­ir frá að­il­um tengd­um fram­kvæmd út­boða á hlut­um rík­is­ins í Ís­lands­banka. Þing­mað­ur Pírata vill fá minn­is­blað frá stofn­un­inni um þess­ar gjaf­ir.

Starfsfólk Bankasýslunnar fékk vínflöskur og flugeld frá ráðgjöfum
Gjafir Vínflöskur og flugeldar enduðu hjá starfsfólki Bankasýslunnar vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Einhverjir starfsmenn Bankasýslu ríkisins fengu vínflöskur frá aðilum sem tengjast útboðum ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka. 

„Við fengum einhverjar vínflöskur og flugeld, konfektkassa, en svo eigum við náttúrulega hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis, en það er ekkert annað,“ sagði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, á opnum fundi fjárlaganefnd vegna sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í lokuðu útboði. 

Formaður nefndarinnar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafði þá spurt um hvort stjórn eða starfsmenn hefðu nýtt sér eða þegið boð eða gjafir eða risnur eða eitthvað slíkt í kjölfar eða aðdraganda beggja útboðanna. Stjórnarformaðurinn svaraði spurningunni líka en sagði: „Ég hef ekkert fengið.“

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, spurði nánar út í þessa kvöldverði og vínflöskur og sagði að dæmi væri um það í Noregi að gjafir sem þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum þar í landi. Bankasala væri mun stærra mál. Þess vegna vildi hann svör Bankasýslunnar um hversu dýrar vínflöskurnar og máltíðirnar hefðu verið.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði þá þegar beðið um minnisblað um þessar gjafir og máltíðir. Og í þá fyrirspurn vísaði Jón Gunnar svo í svörum til Eyjólfs. „Ég skal bara senda þér minnisblaðið. Það er ekki málið,“ sagði hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár