Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

729. spurningaþraut: Hvað heitir þessi persóna hér?

729. spurningaþraut: Hvað heitir þessi persóna hér?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir persónan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Ajax heitir frægt fótboltafélag í Evrópu. Í hvaða borg hefur félag þetta aðsetur?

2.  Ajax er EKKI kennt við þvottaefnistegund, heldur heitir félagið eftir hetju einni úr afar fornu riti. Hvaða rit er það?

3.  Borgareyja er íslensk þýðing á nafni eyju einnar sem finna má í fljóti einu þar sem það rennur í gegnum evrópska stórborg. Í hvaða borg er Borgareyja?

4.  Hvað er frægasta mannvirkið sem stendur á Borgareyju þessari?

5.  Hver sendi frá sér plötuna Like a Virgin árið 1984?

6.  Hvar á Íslandi er Hítardalur?

7.  En hvar var Matthías Jochumsson prestur síðari hluta ævi sinnar?

8.  Auk eigin skáldskapar þýddi Matthías heilmikið, þar á meðal fjögur leikrit eftir eitt af helstu leikritaskáldum leiklistarsögunnar. Hvaða skáld var það?

9.  Fyrir örfáum árum sló Katrín Halldóra Sigurðardóttir leikkona í gegn í hlutverki sem hún lét 220 sinnum. Hvaða hlutverk var það?

10.  „Mörður hét maður sem kallaður var ...“ Þannig hefst Brennu-Njálssaga. En hvað var Mörður kallaður?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað kallast vopnið sem hér má sjá?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Amsterdam.

2.  Ílíónskviðu. Í þessu tilfelli dugar reyndar að nefna Hómerskviður.

3.  Île de la Cité er í París.

4.  Dómkirkjan Notre Dame.

5.  Madonna.

6.  Í Borgarfirði.

7.  Á Akureyri.

8.  Shakespeare.

9.  Ellý Vilhjálms.

10.  Gígja.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Svampur Sveinsson, öðru nafni SpongeBob.

Á neðri myndinni er Kalashnikov byssa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Hmmm... er Hítardalur ekki að hálfu í Mýrarsýslu og að hálfu í Hnappadalssýslu?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár