Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

728. spurningaþraut: Hver er að beisla gandinn?

728. spurningaþraut: Hver er að beisla gandinn?

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn sem þarna má sjá á mynd frá því kringum 1910?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver gaf fyrir nokkrum áratugum út ljóðabækur þrjár sem nefndust Er nokkur í Kórónafötum hér inni?, Sendisveinninn er einmana og loks Róbinson Krúsó snýr aftur?

2.  En hvað heitir ljóðabók sem kom út fyrir rétt rúmum áratug, þar sem skáldkona tók sér fyrir hendur að yrkja eins konar nútímaútgáfu af hinum ævafornu Skírnismálum Eddukvæða?

3.  Í hvaða sæti hafnaði Jóhanna Guðrún í Eurovision árið 2009?

4.  Hvar var keppnin þá haldin?

5.  Hver leikur eina hlutverkið í leikritinu Vertu úlfur?

6.  Hún er að beisla gandinn og ekki er gott að verða á hennar leið. Hver er hún?

7.  Sif Sigmarsdóttir er vinsæll pistlahöfundur og rithöfundur. Hvar birtast pistlar hennar?

8.  Hvað hét beitiskipið sem Úkraínumenn sökktu á Svartahafi á dögunum?

9.  Hver er formaður verkalýðsfélagsins Eflingar?

10.  Árið 1953 var fyrirtækið Matchbox stofnað og dró nafn sitt af því að varningurinn sem fyrirtækið framleiddi var seldur í umbúðum sem svipaði mest til eldspýtnastokka. Hvaða varningur var þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hver spilar þar á blokkflautu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Einar Már.

2.  Blóðhófnir.

3.  Öðru sæti.

4.  Moskvu.

5.  Björn Thors.

6.  Álfadrottning. Hér er vísað í þriðja erindi kvæðisins Á Sprengisandi.

7.  Í Fréttablaðinu og á vef þess.

8.  Moskva.

9.  Sólveig Anna.

10.  Leikfangabílar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Stalín.

Á neðri myndinni er Björk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár