Fyrri aukaspurning:
Hver er karlinn sem þarna má sjá á mynd frá því kringum 1910?
***
Aðalspurningar:
1. Hver gaf fyrir nokkrum áratugum út ljóðabækur þrjár sem nefndust Er nokkur í Kórónafötum hér inni?, Sendisveinninn er einmana og loks Róbinson Krúsó snýr aftur?
2. En hvað heitir ljóðabók sem kom út fyrir rétt rúmum áratug, þar sem skáldkona tók sér fyrir hendur að yrkja eins konar nútímaútgáfu af hinum ævafornu Skírnismálum Eddukvæða?
3. Í hvaða sæti hafnaði Jóhanna Guðrún í Eurovision árið 2009?
4. Hvar var keppnin þá haldin?
5. Hver leikur eina hlutverkið í leikritinu Vertu úlfur?
6. Hún er að beisla gandinn og ekki er gott að verða á hennar leið. Hver er hún?
7. Sif Sigmarsdóttir er vinsæll pistlahöfundur og rithöfundur. Hvar birtast pistlar hennar?
8. Hvað hét beitiskipið sem Úkraínumenn sökktu á Svartahafi á dögunum?
9. Hver er formaður verkalýðsfélagsins Eflingar?
10. Árið 1953 var fyrirtækið Matchbox stofnað og dró nafn sitt af því að varningurinn sem fyrirtækið framleiddi var seldur í umbúðum sem svipaði mest til eldspýtnastokka. Hvaða varningur var þetta?
***
Seinni aukaspurning:
Hver spilar þar á blokkflautu?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Einar Már.
2. Blóðhófnir.
3. Öðru sæti.
4. Moskvu.
5. Björn Thors.
6. Álfadrottning. Hér er vísað í þriðja erindi kvæðisins Á Sprengisandi.
7. Í Fréttablaðinu og á vef þess.
8. Moskva.
9. Sólveig Anna.
10. Leikfangabílar.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Stalín.
Á neðri myndinni er Björk.
Athugasemdir