Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

721. spurningaþraut: St.Lucia og St.Kitts & Nevis

721. spurningaþraut: St.Lucia og St.Kitts & Nevis

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ríki tilheyrir það landfræðilega fyrirbæri sem við sjáum á myndinni hér að ofan? Ég er búinn að einangra það svolítið á þessari mynd.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var einræðisherra Sovétríkjanna 1928-1953?

2.  Hvernig var tunglið okkar öðruvísi að sjá í árdaga sólkerfisins en nú?

3.  Kona sem Alexandra hét var myrt ásamt fjórum dætrum sínum árið 1918. Hver var hún?

4.  Hvað hét fyrsti forseti Bandaríkjanna?

5.  Eliza Reid forsetafrú er menntuð í tveimur greinum. Nefnið að minnsta kosti aðra.

6.  Í hvaða firði á Íslandi er Æðey?

7.  Svanhildur Konráðsdóttir stýrir menningarstofnun einni í Reykjavík. Hvaða stofnun er það?

8.  Hversu há er Hallgrímskirkja í Reykjavík? Hér má muna tveimur og hálfum metra til eða frá.

9.  Í hvaða hafi — nákvæmlega talið — eru ríkin St. Lucia og St. Kitts & Nevis?

10.  Hvaða franski kvikmyndaleikari hefur vakið athygli á síðustu árum fyrir dyggan stuðning sinn við Pútin Rússlandsforseta — þótt hann styðji víst ekki innrásina í Úkraínu?

***

Seinni aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér að neðan? (Í þessari útgáfu hafa litir og skýrleiki verið lagaðir töluvert.)

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Stalín.

2.  Það var mun nær Jörðinni en nú og því miklu stærra að sjá. Ekkert annað svar gefur stig!

3.  Keisarafrú í Rússlandi.

4.  Washington.

5.  Hún hefur prófgráður í sögu og alþjóðasamskiptum.

6.  Ísafjarðardjúpi.

7.  Harpa.

8.  Kirkjan mælist 74,5 metrar svo rétt er allt frá 72 til 77 metra.

9.  Karíbahafi. Atlantshafið er of ónákvæmt.

10.  Gerard Depardieu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Pelópsskagann sem er hluti Grikklands.

Á neðri myndinni er Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár