„Tala látinna í Bucha er þegar orðinn hærri en í Vukovar,“ sagði varnarmálaráðherra Úkraínu í viðtali við fjölmiðla þann 4. apríl. Fjöldamorð serbneskra hersveita á stríðsföngum og almennum króatískum borgurum í bænum Vukovar í Króatíu var blóðugasta fjöldamorð króatísku sjálfstæðisbaráttunnar. Ríflega 200 manns voru teknir af lífi og komið fyrir í fjöldagröfum. Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn dæmdi tvo leiðtoga serbneskra hersveita í áratuga fangelsi fyrir morðin. Serbar hafa sjálfir síðan dæmt á annan tug manna fyrir aðild að fjöldamorðinu.
Það er samhengið sem atburðirnir í Bucha skyldu skoðast í.
Athugasemdir