Fyrri aukaspurning:
Hverjar eru konurnar hér að ofan, þær fremstu? Nefna verður báðar.
***
Aðalspurningar:
1. Hver teiknaði Þjóðleikhúsið?
2. Hvar mun heimsmeistaramót karla í fótbolta fara fram síðar á árinu?
3. Það heimsmeistaramót hefur einu sinni verið haldið í Afríku. Í hvaða landi?
4. Í síðari heimsstyrjöldinni frömdu Þjóðverjar og bandamenn þeirra skelfileg fjöldamorð á Gyðingum en einnig á fleiri hópum. Hvaða hópur kom næstur á eftir Gyðingum að fjölda fórnarlamba?
5. Í hvaða hafi eru Andaman-eyjar?
6. Hvað er óvenjulegt við frumbyggjana þar og líf þeirra?
7. Hvaða íslensk kona hélt fyrst allra opinberan fyrirlestur hér á landi?
8. Svo segir í 77. kafla Njálssögu: „Rannveig mælti: „Illa fer þér og mun þín skömm lengi uppi.““ Hver var þessi Rannveig?
9. Og við hvern sagði hún þetta?
10. „Ég rúlla“ á latínu er notað um bílategund eina. Hver er hún?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fána má sjá hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Guðjón Samúelsson.
2. Katar.
3. Suður-Afríku.
4. Rómafólk.
5. Indlandshafi.
6. Þeir eru algjörlega einangraðir og stranglega er bannað að rjúfa einangrun þeirra.
7. Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
8. Móðir Gunnars á Hlíðarenda.
9. Hallgerði langbrók.
10. Volvo.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni eru þær fremstar, Ella Fitzgerald og Marilyn Monroe.
Á neðri myndinni er fáni Tékklands.
Athugasemdir (1)