Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

719. spurningaþraut: „Ég rúlla“ — um það er spurt hér, og fleira

719. spurningaþraut: „Ég rúlla“ — um það er spurt hér, og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hverjar eru konurnar hér að ofan, þær fremstu? Nefna verður báðar.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver teiknaði Þjóðleikhúsið?

2.  Hvar mun heimsmeistaramót karla í fótbolta fara fram síðar á árinu?

3.  Það heimsmeistaramót hefur einu sinni verið haldið í Afríku. Í hvaða landi?

4.  Í síðari heimsstyrjöldinni frömdu Þjóðverjar og bandamenn þeirra skelfileg fjöldamorð á Gyðingum en einnig á fleiri hópum. Hvaða hópur kom næstur á eftir Gyðingum að fjölda fórnarlamba?

5.  Í hvaða hafi eru Andaman-eyjar?

6.  Hvað er óvenjulegt við frumbyggjana þar og líf þeirra?

7.  Hvaða íslensk kona hélt fyrst allra opinberan fyrirlestur hér á landi?

8.  Svo segir í 77. kafla Njálssögu: „Rannveig mælti: „Illa fer þér og mun þín skömm lengi uppi.““ Hver var þessi Rannveig?

9.  Og við hvern sagði hún þetta?

10.  „Ég rúlla“ á latínu er notað um bílategund eina. Hver er hún?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fána má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Guðjón Samúelsson.

2.  Katar.

3.  Suður-Afríku.

4.  Rómafólk.

5.  Indlandshafi.

6.  Þeir eru algjörlega einangraðir og stranglega er bannað að rjúfa einangrun þeirra.

7.  Bríet Bjarnhéðinsdóttir.

8.  Móðir Gunnars á Hlíðarenda.

9.  Hallgerði langbrók.

10.  Volvo.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru þær fremstar, Ella Fitzgerald og Marilyn Monroe.

Á neðri myndinni er fáni Tékklands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Laumupúkinn hér... svar við spurningu 6 á nú alls ekki við um allar Andamaneyjar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár