Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

720. spurningaþraut: Ekki sakar nú að vita ýmislegt um ríki Bandaríkjanna

720. spurningaþraut: Ekki sakar nú að vita ýmislegt um ríki Bandaríkjanna

Þessi þraut snýst um ríki Bandaríkjanna.

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá eina af stórborgum Bandaríkjanna. Hún er reyndar sú 16. að íbúatölu en oft ber meira á henni en sem því nemur. Í hvaða ríki er hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða ríki er stórborgin New York?

2.  En í hvaða ríki er stórborgin San Francisco?

3.  Hvað ert víðáttumesta ríkið?

4.  En hvað er fjölmennast?

5.  Fámennasta ríki Bandaríkjanna er líka það aftasta í stafrófinu. Hvað heitir það?

6.  Í hvaða ríki Bandaríkjanna hafa flestir forsetanna fæðst eða átta talsins, þar af fjórir af fyrstu fimm forsetunum?

7.  Hvaða tvö ríki gengu síðast í samlag Bandaríkjanna?

8.  Af 50 ríkjum Bandaríkjanna bera 27 nöfn sem komin eru úr nöfnum frumbyggja á svæði, Indíána sem svo kölluðust fyrr á tíð. Hér eru nöfn á sex ríkjum. Hvert þeirra er EKKI komið úr frumbyggjatungu: Alabama — Arizona — Hawaii — Kalifornía — Minnesota — Tennessee — Texas.

9.  Hvað er syðsta ríki meginlands Bandaríkjanna?

10.  En það austasta, ef miðað er við meginlandið, ekki tilfallandi eyjar?

***

Seinni aukaspurning:

Útlínur hvaða ríkis Bandaríkjanna má sjá hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  New York.

2.  Kaliforníu.

3.  Alaska.

4.  Kalifornía.

5.  Wyoming.

6.  Virginía. Forsetarnir eru í stafrófsröð William Henry Harrison, Thomas Jefferson, James Madison, James Monroe, Zachary Taylor, John Tyler, George Washington og Woodrow Wilson.

7.  Alaska og Hawaii.

8.  Kalifornía.

9.  Flórída.

10.  Maine. Ein af eyjunum við Alaska telst reyndar austar hinum megin á hnettinum, en í þetta sinn er spurt um Maine.

***

Svör við aukaspurningum:

Seattle er í ríkinu Washington.

Útlínurnar eru útlínur Texas.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár