Búsetuskerðingar örorkulífeyris er ólögmætar. Það hefur nú verið staðfest af Hæstarétti en áður höfðu bæði héraðsdómur og Landsréttur komist að sömu niðurstöðu. Ríkið hafði freistað þess að fá niðurstöðunni snúið fyrir Hæstarétti en hafði ekki erindi sem erfiði. Málið snýst um greiðslur sem tekjulægsti hópur örorkulífeyrisþega nýtur, sérstaka framfærsluuppbót. Til að eiga rétt á henni þarf einstaklingur að vera undir framfærsluviðmiði laga.
„Þetta er mjög ánægjuleg og gleðileg niðurstaða sem kemur til með að bæta hag þúsunda einstaklinga sem hafa allt frá því að þessi ólöglega framkvæmd tók gildi árið 2009 lifað undir fátæktarmörkum á Íslandi. Ég fagna þessu mjög og hvet ráðherra að leiðrétta nú alveg aftur til 2009,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sem bendir á að málið hafi verið höfðað árið 2016 og hefur dregist um í dómskerfinu í sex ár.
„Þetta er sá hópur sem lang verst stendur í íslensku samfélagi. Þetta eru einstaklingar …
Athugasemdir