Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Endanlega staðfest að ríkið mátti ekki skerða sérstaka framfærsluuppbót öryrkja

Hæstirétt­ur stað­festi í dag fyrri nið­ur­stöðu bæði Lands­rétt­ar og hér­aðs­dóms um að rík­inu hefði ver­ið óheim­ilt að skerða sér­staka fram­færslu­upp­bót ör­yrkja vegna bú­setu þeirra ann­ars­stað­ar en á Ís­landi áð­ur en ör­orkumat fór fram.

Endanlega staðfest að ríkið mátti ekki skerða sérstaka framfærsluuppbót öryrkja
Formaðurinn Þuríður Harpa, formaður ÖBÍ, segist ánægð með niðurstöðuna en hún furðar sig á ákvörðun ráðherra að fara með málið til Hæstaréttar eftir skýra niðurstöðu á tveimur dómstigum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Búsetuskerðingar örorkulífeyris er ólögmætar. Það hefur nú verið staðfest af Hæstarétti en áður höfðu bæði héraðsdómur og Landsréttur komist að sömu niðurstöðu. Ríkið hafði freistað þess að fá niðurstöðunni snúið fyrir Hæstarétti en hafði ekki erindi sem erfiði. Málið snýst um greiðslur sem tekjulægsti hópur örorkulífeyrisþega nýtur, sérstaka framfærsluuppbót. Til að eiga rétt á henni þarf einstaklingur að vera undir framfærsluviðmiði laga.

„Þetta er mjög ánægjuleg og gleðileg niðurstaða sem kemur til með að bæta hag þúsunda einstaklinga sem hafa allt frá því að þessi ólöglega framkvæmd tók gildi árið 2009 lifað undir fátæktarmörkum á Íslandi. Ég fagna þessu mjög og hvet ráðherra að leiðrétta nú alveg aftur til 2009,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sem bendir á að málið hafi verið höfðað árið 2016 og hefur dregist um í dómskerfinu í sex ár.

„Þetta er sá hópur sem lang verst stendur í íslensku samfélagi. Þetta eru einstaklingar …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár