Fyrri aukaspurning:
Hvað nefnist sá fallegi græni litur sem sjá má hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í dag er 30. mars. Í sögunni tengist dagurinn óeirðum sem urðu vegna inngöngu Íslands í ... hvaða samtök?
2. Hvaða ár var þetta?
3. Hvað heitir ferjan sem leggur að landi á Seyðisfirði?
4. Hversu margir eru annars búsettir — nokkurn veginn — á þéttbýlisstaðnum Seyðisfirði? Hér má skeika 200 til að eða frá.
5. En Seyðisfjörður er nú hluti af öðru sveitarfélagi sem heitir ... hvað?
6. Hvað áttu Mary Poppins og Amma Mús sameiginlegt?
7. Á hvaða hljóðfæri spilaði Jimi Hendrix?
8. Satoshi Nakamoto er maður sem fann upp eða altént þróaði ákveðið fyrirbæri sem tekið var í notkun árið 2008 og að fullu 2009. Reyndar er Satoshi Nakamoto dulnefni og kannski eru það fleiri en einn sem leynast á bak við það. Einhver sagði, eftir að hafa rannsakað þetta tiltekna verk Satoshis Nakamoto, að hann hlyti að vera annaðhvort hópur fólks eða algjör snillingur. Þetta verk hans er reyndar afar umdeilt. Sumir telja að það sé það sem koma skal á ákveðnu sviði, en aðrir að það sé hálfgert svindl. Hvaða verk skapaði eða þróaði hinn dularfulli Satoshi Nakamoto?
9. Í hvaða heimsálfu er ríkið Tógó?
10. „Kurwa“ er mjög algengt orð í hvaða tungumáli?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fáni er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. NATO.
2. 1949.
3. Norræna.
4. Íbúarnir eru rétt um 700, svo rétt telst vera 500-900.
5. Múlaþing.
6. Þær svifu um loftið á regnhlífum.
7. Gítar.
8. Bitcoin.
9. Afríku.
10. Pólsku.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er smaragðsgrænn, á ensku emerald green.
Á neðri myndinni er fáni Suðurríkjanna í Bandaríkjunum, sem reyndu að slíta sig frá félögum sínum í borgarastríðinu.
Athugasemdir