Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

703. spurningaþraut: Æjá, voru óeirðir á þessum degi?

703. spurningaþraut: Æjá, voru óeirðir á þessum degi?

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist sá fallegi græni litur sem sjá má hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í dag er 30. mars. Í sögunni tengist dagurinn óeirðum sem urðu vegna inngöngu Íslands í ... hvaða samtök?

2.  Hvaða ár var þetta?

3.  Hvað heitir ferjan sem leggur að landi á Seyðisfirði?

4.  Hversu margir eru annars búsettir — nokkurn veginn — á þéttbýlisstaðnum Seyðisfirði? Hér má skeika 200 til að eða frá.

5.  En Seyðisfjörður er nú hluti af öðru sveitarfélagi sem heitir ... hvað?

6.  Hvað áttu Mary Poppins og Amma Mús sameiginlegt?

7.  Á hvaða hljóðfæri spilaði Jimi Hendrix?

8.  Satoshi Nakamoto er maður sem fann upp eða altént þróaði ákveðið fyrirbæri sem tekið var í notkun árið 2008 og að fullu 2009. Reyndar er Satoshi Nakamoto dulnefni og kannski eru það fleiri en einn sem leynast á bak við það. Einhver sagði, eftir að hafa rannsakað þetta tiltekna verk Satoshis Nakamoto, að hann hlyti að vera annaðhvort hópur fólks eða algjör snillingur. Þetta verk hans er reyndar afar umdeilt. Sumir telja að það sé það sem koma skal á ákveðnu sviði, en aðrir að það sé hálfgert svindl. Hvaða verk skapaði eða þróaði hinn dularfulli Satoshi Nakamoto?

9.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Tógó?

10.  „Kurwa“ er mjög algengt orð í hvaða tungumáli?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fáni er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  NATO.

2.  1949.

3.  Norræna.

4.  Íbúarnir eru rétt um 700, svo rétt telst vera 500-900.

5.  Múlaþing.

6.  Þær svifu um loftið á regnhlífum.

7.  Gítar.

8.  Bitcoin.

9.  Afríku.

10.  Pólsku.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er smaragðsgrænn, á ensku emerald green.

Á neðri myndinni er fáni Suðurríkjanna í Bandaríkjunum, sem reyndu að slíta sig frá félögum sínum í borgarastríðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár