Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

700. spurningaþraut: Hér er spurt um Guðrúnu Helgadóttur og verk hennar

700. spurningaþraut: Hér er spurt um Guðrúnu Helgadóttur og verk hennar

Þessi 700. þraut er helguð Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi sem lést á dögunum.

Fyrri aukaspurning:

Furðu lítið hefur ennþá verið kvikmyndað af sögum Guðrúnar en myndin hér að ofan er þó úr bíómynd sem gerð var eftir einum sagnabálki hennar um ... um hvað?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar fæddist Guðrún og ólst upp?

2.  Guðrún lagði fyrir sig stjórnmál í 20 ár. Fyrir hvaða flokk sat hún lengst af á Alþingi?

3.  Í tengslum við stjórnmálaferilinn gegndi hún fyrst kvenna ákveðnu starfi. Hvað var það?

4.  Í fyrstu bók hennar kemur fyrir persóna sem kölluð er „Amma Dreki“. Hvað starf hefur sú góða kona með höndum?

5.  Guðrún var sannkallaður brautryðjandi í að sýna lesendum fram á að bera ætti jafna virðingu fyrir öllum, einnig þeim sem væru svolítið öðruvísi en flestir. Þetta gerði hún með persónu í einum bókaflokki sínum, en sú persóna er einmitt svolítið öðruvísi en flestir og verður fyrir hryggilegu einelti. Sem betur fer koma þó söguhetjur Guðrúnar henni til hjálpar. Hvað heitir persónan?

6.  Ein af mörgum vinsælum sögupersónum Guðrún var upphaflega tuskustrákur í Stundinni okkar. Hvað hét sú persóna?

7.  Eitt af helstu stórvirkjum Guðrúnar var sagnabálkurinn Sitji guðs englar. Þar segir ekki síst frá stúlku einni, elstu dótturinni í stórum systkinahópi, sem berst við að halda öllu í skikkanlegu standi. Hvað heitir sú persóna?

8.  Guðrún skrifaði þrjú leikrit fyrir börn og var hið fyrsta vinsælast og er reglulega sett upp aftur. Hvað heitir það leikrit?

9.  Guðrún fékk norrænu barnabókaverðlaunin árið 1990 fyrir magnaða sögu sem nefnist ... hvað?

10.  Hér eru nokkur bókarheiti. Fjögur þeirra notaði Guðrún á bækur sínar en eitt þeirra er tilbúningur. Hvaða bók skrifaði hún semsé EKKI? — Í ömmuhúsi — Litlu greyin — Sænginni yfir minni — Ekkert að þakka — Handagúndavél og ekkert minna.

Svo er hér sérstök aukaspurning sem gefur lárviðarstig:

Eina skáldsögu gaf Guðrún út árið 2000 sem var ekki sérstaklega ætluð börnum. Hvað nefnist hún?

***

Seinni aukaspurning:

Guðrún skrifaði nokkrar teiknimyndabækur og myndin hér að neðan er úr einni þeirra. Brian Pilkington teiknaði en hvað heitir sagan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hafnarfirði.

2.  Alþýðubandalagið.

3.  Forseti sameinaðs Alþingis. Alþingi starfaði þá í tveim deildum og því hét embættið þetta en ég ætla að gefa rétt fyrir forseta Alþingis líka.

4.  Erindreki.

5.  Selma.

6.  Páll Vilhjálmsson.

7.  Heiða.

8.  Óvitar.

9.  Undan illgresinu.

10.  Öll bókarheitin eru rétt nema Í ömmuhúsi. Guðrún gaf hins vegar út bók sem heitir í afahúsi.

Og „fullorðinsbókin“ heitir Oddaflug.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir atriði úr bíómynd um þá Jón Bjarna og Jón Odd.

Neðri myndin sýnir hluta af kápumynd Ástarsögu úr fjöllunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár