Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ólafur Ragnar: „Ég taldi mig vera að tala með mikilli samúð út frá örlögum þessarar þjóðar“

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, stofn­andi og starf­andi stjórn­ar­formað­ur Hring­borðs Norð­ur­slóða, seg­ir að hann hafi eng­ar per­sónu­leg­ar skoð­an­ir á þeirri ákvörð­un ís­lenska rík­is­ins að leggja nið­ur störf í Norð­ur­skauts­ráð­inu út af inn­rás Rússa í Úkraínu. Hann seg­ist ekki bera blak af Vla­dimír Pútín og að hann for­dæmi inn­rás­ina í Úkraínu. Hann seg­ist hins veg­ar vera gagn­rýn­inn á það að Úkraínu hafi ekki ver­ið hleypt inn í NATÓ fyrr og spyr að því hvað Vest­ur­lönd ætli að gera til að stöðva stríð­ið í land­inu.

Ólafur Ragnar: „Ég taldi mig vera að tala með mikilli samúð út frá örlögum þessarar þjóðar“
Lýsir ekki persónulegum skoðunum sínum Ólafur Ragnar Grímsson segir að hann muni ekki lýsa yfir persónulegri skoðun sinni á einstaka ákvörðunum ríkisstjórnar Íslands. Mynd: Arctic Circle

„Þetta er ópólitískur umræðuvettvangur sem tekur ekki afstöðu til málflutnings einstakra aðila. Það er grundvallarprinsipp í uppbyggingu og eðli Arctic Circle,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarformaður stofnunarinnar Hringborðs Norðurslóða (e. Arctic Circle) og fyrrverandi forseti Íslands, í samtali við Stundina aðspurður um skoðanir stofnunarinnar og sínar á þeirri ákvörðun Íslands og annarra aðildarþjóða að hætta þátttöku í Norðurskautsráðinu vegna Úkraínustríðsins. Ástæðan er sú að Rússland er í Norðurskautsráðinu.

Í viðtali við Stundina segir hann: „Það vita allir sem fylgst hafa með starfi Norðurskautsráðisins að þetta er stefnubreyting. Ég er bara að lýsa atburðarásinni. Það er hvorki mitt hlutverk né Arctic Circle að taka afstöðu til einstakra aðgerða íslenskra ríkisstjórna. Ég hef passað mig á því eftir að ég hætti sem forseti að lýsa ekki afstöðu minni til einstakra ákvarðana ríkisstjórnarinnar,“ segir Ólafur Ragnar en í viðtali í Silfrinu um helgina lýsti hann því yfir að þessi ákvörðun Íslands væri „stefnubreyting“  í starfi Norðurskautsráðsins. 

Aðspurður sagði Ólafur Ragnar í viðtalinu í Silfrinu: „Það verður mjög erfitt að reka einhverja árangursríka Norðurslóðasamvinnu án þess að hafa Rússana við borðið. Nú tóku önnur ríki í Norðurskautsráðinu, þessi sjö [...] , ákvörðun um það að hætta á mæta á fundi Norðurskautsráðsins í Rússlandi. Það er kannski skiljanleg ákvörðun en hún vekur líka upp spurningar: Hvað svo? Hvað þarf Rússland að gera til að menn fari að mæta aftur. Á næsta ári taka Norðmenn við formennsku í Norðurskautsráðinu. Munu Rússarnir þá mæta þar ef þessi sjö ríki hafa ekki mætt? Því miður er það þannig að samvinnu á Norðurslóðum er að vissu leyti upp í loft vegna þessarar atburðarásar og það er því leyti stefnubreyting að því leytinu til að þrátt fyrir stríðið í Írak, á Krímskaga og Sýrland og þetta allt saman að það var ríkjandi skoðun innan Norðurskautaráðsins að láta ekki styrjaldir og atburði í öðrum heimshlutum hafa áhrif á þessa samvinnu innan Norðurskautsráðsins. En það er breytt.“

Miðað við orð Ólafs Ragnars þá tekur hann ekki afstöðu með eða á móti þessari ákvörðun íslenska ríkisins. Hann segist einfaldlega hafa verið verið að lýsa atburðarás. 

Fordæmir stríðið en spyr hvað eigi að gera

Viðtalið við Ólaf Ragnar í Silfrinu vakti talsverða athygli og umtal þegar það var birt um helgina og gagnrýndu sumir Ólaf Ragnar fyrir að draga taum Rússlands. Ólafur Ragnar hitti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, oft þegar hann var forseti Íslands. 

„Í öðru lagi hef ég alltaf litið á mig sem þátttakanda í opinni og frjálsri umræðu og hef aldrei verið neitt sérstaklega viðkvæmur fyrir því að menn væru á annarri skoðun“
Ólafur Ragnar Grímsson

Ólafur Ragnar segir hins vegar að hann dragi ekki taum Pútíns. „Í fyrsta lagi er það algjör misskilningur að ég sé að bera blak af Rússlandi og Pútín. Þvert á móti tók ég mjög sterkt til orða varðandi þær hörmungar sem þetta stríð hefur haft í för með sér. Í öðru lagi hef ég alltaf litið á mig sem þátttakanda í opinni og frjálsri umræðu og hef aldrei verið neitt sérstaklega viðkvæmur fyrir því að menn væru á annarri skoðun en ég. Því það er eiginlega ekki hægt að vera lýðræðissinni og vera svo viðkvæmur fyrir því að fólk sé á annarri skoðun. Það er ekki í anda lýðræðissinna að krefjast þess að allir hrópi húrra fyrir því sem maður segir. Ef þú ert sannur lýðræðissinni þá hlýtur þú að bjóða velkomna þá sem eru á annarri skoðun.“ 

Ólafur Ragnar segir að hans helsta gagnrýni á Vesturlönd varðandi stríðið í Úkraínu snúist um það að Bandaríkin og Evrópusambandið hafi dregið Úkraínu á asnaeyrunum með inngöngu landsins í NATO. „Eins og ég sagði í þættinum þá finnst mér að við þurfum að horfast í augu við það að bæði NATO og Evrópusambandið hafa gefið Úkraínu yfirlýsingar um að bjóða landinu að ganga í NATO og Evrópusambandið án þess að ætla að efna það. Hverjir bera fórnarkostnaðinn af því. Það eru þessar 3 milljónir sem nú eru á flótta. Það ber auðvitað að fordæma Rússland afdráttarlaust fyrir þessa innrás en það þarf líka að fara í þá umræðu af hverju þetta gerist einmitt í þessu landi. Er það þá stefna NATO og Evrópusambandsins að það eigi bara að halda áfram að láta Úkraínumenn þjást og berjast? Hvaða tæki eigum við sem duga til að stoppa Pútín og Rússland, ég varpaði fram þeirri spurningu. Mér finnst við þurfa að hafa heiðarleika, líka þeir sem gagnrýna mig, til að spyrja þeirrar spurningar hvort NATO og Evrópusambandið ætli að gera eitthvað til að stoppa stríðið. Ég taldi mig vera að tala með mikilli samúð út frá örlögum þessarar þjóðar,“ segir Ólafur Ragnar. 

Íslenska ríkið styrkir Hringborðið um 15 milljónir

Ólafur Ragnar stofnaði Hringborð Norðurslóða árið 2013 og er það eitt af þeim verkefnum sem hann hefur einbeitt sér að eftir að hann hætti sem forseti. Segja má að Hringborðið sé eitt af hans helstu hugðarefnum. Íslenska ríkið styrkir Hringborð Norðurslóða um 15 milljónir króna á ári. Þar að auki styrkja forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið stofnunina með því að lána henni húsnæði í tengslum við árleg þing sem Hringborðið heldur hér á landi. 

Hringborð Norðurslóða hefur haldið ráðstefnur sínar í Hörpu í gegnum árin og er styrkurinn frá íslenska ríkinu skilyrtur þannig að hann verði að renna í leigu á ráðstefnuhúsinu. 

Verður kannski rætt Ólafur Ragnar Grímsson segir að vera Artur Niko­la­yevich Chil­ing­arov í heiðursráði Arctic Circle verði kannski rædd á vettvangi stofnunarinnar.

Þingmaður Sameinaðs Rússlands í heiðursráðinu

Eitt af því sem hefur verið bent á eftir viðtalið við Ólaf Ragnar í Silfrinu er að þingmaður flokks Vladimírs Pútíns Rússlands, Artur Niko­la­yevich Chil­ing­arov, sitji í heiðursráði Hringborðs Norðurslóða. Fjallað var um þingmanninn í Kjarnanum. Í flokknum Sameinað Rússland eru meðal annars fjölmargir þekktir aðilar sem fjallað hefur verið í gegnum árin sem valdatíð Pútíns hefur staðið yfir, meðal annars FSB-njósnarinn Andrei Lugovoi sem grunaður er um að hann drepið einn gagnrýnanda Pútíns, Alexander Litvinenko, með geisluvirku eitri í London. Enginn situr sem þingmaður í þessum flokki Pútíns án þess að vera stuðningsmaður hans eða njóta velvilja hans. 

Aðspurður um hvort það sé heppilegt að þingmaður úr flokki Vladimírs Pútsíns sitji í heiðursráði Hringborðsins segir Ólafur Ragnar. ,,Ekkert þeirra sem situr í heiðursráði Arctic Circle hefur haft neitt hlutverk í störfum Arctic Circle. Arctic Circle hefur heldur ekki neinar skoðanir á skoðunum þessa fólks á öðrum vettvangi. Artur Chil­ing­arov er einn fremsti landkönnuður Rússa á síðustu 50 árum á Norðurslóðum og var forseti rússneska landfræðifélagsins. Hann er fyrst og fremst þarna út af því. Eins og tíðkast alþjóðlega þegar nýir aðilar eru settir á laggirnar þá eru ýmsir aðilar fengnir til að setjast í það sem kallast heiðursráð,“segir hann. 

Ólafur Ragnar segir að staða Artur Chil­ing­arov í heiðursráði Hringborðs Norðurslóða hafi ekki verið rædd eftir að stríðið braust út í Úkraínu en að hún verði það kannski. 

Framkvæmdastjóri: Ekki skoðanir Hringborðsins

Á heimasíðu Hringborðs Norðurslóða er að finna grein eftir erlendan fræðimann, Dr. Elizabeth Buchanan, þar sem hún gagnrýnir þá ákvörðun ríkjanna í Norðurskautsráðinu að leggja niður störf tímabundið. Framkvæmdastjóri Hringborðsins, Ásdís Ólafsdóttir, segir að skoðun fræðimannsins sé ekki opinber skoðun Hringborðsins enda hafi stofnunin ekki pólitískar skoðanir. „Þetta eru hennar sjónarmið. Við tökum það skýrt fram í lok þessarar greinar að þetta eru skoðanir viðkomandi einstaklings og ekki sjónarmið Hringborðsins. Hringborðið er bara opinn lýðræðislegur og ópólitískur vettvangur fyrir umræðu. Við munum birta aðra grein eftir fræðimann þar sem gagnstæð sjónarmið koma fram þar sem hann styður ákvörðun þessara ríkja.“ 

Orðrétt segir í grein fræðimannsins: „Sú ákvörðun sjö af átta aðildarþjóðum Norðurskautsráðsins; Kanada, Finnlands, Íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Bandaríkjanna að hætta samvinnu við Moskvu með því að taka sér pásu frá starfi ráðsins kann að lýsa traustri siðferðilegri afstöðu sem byggist á tilteknum gildum. En til lengri tíma litið mun þessi ákvörðun vera katastrófískt val. Þjóðir á norðurskautasvæðinu eru að taka siðferðilega skammtímahagsmuni fram yfir mikilvæga langtímahagsmuni á Norðurslóðum.“

Hitti Pútín oftÓlafur Ragnar Grímsson hitti Vladimír Pútín oft þegar hann var forseti Íslands.

Óljóst hvort Rússar taki þátt

Aðspurð um hvort þau sjónarmið sem komu fram hjá Ólafi Ragnari í Silfrinu, sem hann segir að séu bara lýsandi viðhorf á atburðarás, endurspegli skoðanir eða sýn Hringborðs Norðurslóða segir Ásdís Ólafsdóttir að svo sé ekki. Aðspurð um hver aðkoma Ólafs Ragnars að dagsdaglegu starfi Hringborðsins þá segir Ásdís að hún sé talsverð. „Aðkoma hans er þannig að hann fylgist vel með hvað við erum að gera. Hann er uppfærður um vinnuna, stýrir sumu og kemur með hugmyndir og leiðbeiningar og hlustar á okkar hugmyndir. Þetta er bara gott samtal á milli okkar og við erum í talsverðum samskiptum. Ég held að þátttaka hans á þinginu okkar sé lýsandi fyrir hans þátttöku; hann hefur stjórnað panelum þar og haldið erindi. Það er mjög gaman að vinna með honum í þessu.“

Ásdís segir aðspurð að Úkraínustríðið hafi nú þegar haft talsverð áhrif á starfsemi Hringborðs Norðurslóða. Hún segir að miðað við stöðuna í dag þá muni fulltrúum Rússlands ekki vera boðið á ráðstefnu stofnunarinnar sem haldin verður á Grænlandi í haust.  „Já, það hefur þegar haft mikil áhrif. Við erum í miklum samskiptum við ríkisstjórnir í heiminum og þær hafa sín protókoll í samskiptum við Rússland. Það verður engin pólitísk þátttaka frá Rússlandi á ráðstefnum okkar í ár, við erum ekki að senda út boðsbréf til Rússlands. Það hafa verið skilaboð frá ríkisstjórnum um takmarkaða þátttöku Rússa á þessum ráðstefnum. Við erum með fyrstu ráðstefnuna okkar í haust og það er auðvitað ómögulegt að vita hvernig landslagið mun líta út þá,“ segir Ásdís. 

Um þetta atriði, og framtíð samstarfs þjóðanna á Norðurslóðum almennt, segir Ólafur Ragnar: „Þessir þjóðir í Norðurskautsráðinu tóku þessa ákvörðun og síðan verður bara að koma í ljós hvaða áhrif hún hefur. Það getur enginn svarað því á þessu stigi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
    Hann taldi sig vera að tala með samúð. Það má virða honum það til vorkunnar að hann veit ekki hvað samúð er.
    0
  • John Sigurdsson skrifaði
    "Mér finnst við þurfa að hafa heiðarleika ..." segir ÓRG hér.

    Svona hljóðaði það fyrir þremur dögum: "Þá sagði Ólafur Ragnar að stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs hefði leitt til stærsta stríðs í Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar".

    Í dag gagnrýnir hann að NATO hafi ekki stækkað lengur í austur fyrir löngu: "segist [hann] hins vegar vera gagnrýninn á það að Úkraínu hafi ekki enn verið hleypt inn í NATO".

    Gamli pólitíski refurinn og framagosinn ÓRG hefur alltaf verið fljótur að snúa við blaðinu þegar hann sér hvaðan vindurinn blæs.

    Í alvöru finnst mér að fjölmiðlar ættu að hætta að æra vitleysuna upp úr ÓRG. Það er komið nóg af honum fyrir löngu.
    5
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    " - in order to plant the Russian flag there and gather specimens of the seabed. In regard to the territorial claims in the Arctic, Chilingarov was quoted as saying, "The Arctic is Russian. We must prove the North Pole is an extension of the Russian landmass" Rússar eru löngu búnir að slá eign sinni á norðurheimskautið, líklega er það hluti af gamla sovjétinu eins og allt annað. Hvað annað er til umræðu á öllum þessum fínu fundum?
    3
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Óli-garkar allra landa sameinist !!
    4
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Alltaf veit Ólafur betur,eru þeir skildir hann og Dagur?
    -4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
7
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
8
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
9
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár