Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

701. spurningaþraut: Hér skoðum við töluna sjö! Og mörg aukastig í boði!

701. spurningaþraut: Hér skoðum við töluna sjö! Og mörg aukastig í boði!

Þessi snýst um töluna sjö, þar sem hún átti að birtast í gær, í 700. þrautinni, en ég skipti svo um efni til að heiðra Guðrúnu Helgadóttur rithöfund sem nú er látin.

En þá er þessi svona:

Fyrri aukaspurning:

Hér má sjá mynd af einu af hinum sjö undrum fornaldar. Hvar var þessi risastytta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er frægasti fótboltamaðurinn sem borið hefur númerið 7 á treyju sinni?

2.  Dauðsyndir kaþólsku kirkjunnar eru sjö. Nefnið fimm þeirra. Ef þið náið öllum sjö, þá megiði sæma ykkur hreinsunareldsstigi!

3.  Sjö lönd eru í Mið-Ameríku á milli Mexíkó og Kólumbíu. Nefnið fimm þeirra! Ef þið náið öllum sjö, þá megiði sæma ykkur Karíbahafsstigi!

4.  Árið 1963 var hljómborðsleikarinn Ian Stewart rekinn úr hljómsveitinni Rolling Stones af því hann þótti of ljótur. Síðan þá hafa alls sjö menn — allt karlar — þótt nógu snoppufríðir til að fá að vera í þessari vinsælu hljómsveit. Hverjir eru þeir?

5.  Jóhanna Sigurðardóttir myndaði tvær ríkisstjórnir árið 2009. Seinni stjórnin sat allt til loka kjörtímabilsins 2013 en heilmiklar mannabreytingar og hrókeringar voru í stjórninni. Í þessari SEINNI ríkisstjórn sátu alls sjö konur. Hverjar voru þær? Nefna þarf fimm þeirra, en ef þið hafið allar sjö, þá fáiði sérstakt Ingibjargar-H.-Bjarnasonar-stig.

6.  Sjö ára brúðkaupsafmæli er kennt við mjúkt fyrirbrigði úr dýraríkinu. Hvað nefnist þetta sjö ára brúðkaupsafmæli?

7.  Hvað nefnast vikudagarnir sjö — á dönsku? Hafa þarf alla sjö dagana rétt!

8.  Hver leikstýrði kvikmyndinni Se7en árið 1995?

9.  Ein af minningabókum Halldórs Laxness heitir Sjö- ... Sjö-hvað? Svo gaf Halldór líka út tvo smásagnasafnasöfn sem hétu Sjö ... eitthvað (fyrir þá utan eitt safn sem bar undirtitilinn „sjö þættir“). Ef þið vitið hvað þau heita, þessi smásagnasöfn Halldórs með sjö í titlinum, þá fáiði sérsakt Gljúfrasteinsstig!

10.  Í nýja íslenska skraflpokanum er verðgildi bókstafsins X hæst en fyrir hann fást 10 stig. Næsthæstir að stigum eru tveir bókstafir sem gefa hvor um sig 7 stig. Hverjir eru þeir? Athugið að þótt þið spilið kannski ekki skrafl að staðaldri, þá borgar sig að giska!

***

Seinni aukaspurning:

Hér er annað af hinum sjö undrum fornaldar. Hvar voru þessir garðar niðurkomnir? — og svo segir sig sjálft að þið fáið sérstakt söundrastig ef þið þekkið öll þau fimm undur sem eftir eru!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Cristiano Ronaldo.

2.  Dauðasyndirnar eru stolt, matgræðgi, reiði, öfund, losti, ágirnd og leti. 

3.  Belize, Guatemala, Hondúras, El Salvador, Nicaragua, Costa Rica og Panama.

4.  Fyrrverandi og núverandi meðlimir — eftir dag Stewarts — eru Mick Jagger, Keith Richard, Charlie Watts, Bill Wyman, Brian Jones, Mick Taylor og Ronnie Wood.

5.  Ragna Árnadóttir, Katrín Júlíusdóttir, Oddný Harðardóttir, Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir og Jóhanna sjálf.

6.  Ullarbrúðkaup.

7.  Søndag, mandag, tirsdag, onsdag, torsdag, fredag, lørdag.

8.  Fincher.

9.  Sjömeistarasagan. Smásagnasöfnin heita Sjö töframenn og Sjöstafakverið.

10.  Þ og É.

***

Svör við aukaspurningum:

Risinn stóð við höfnina á Ródos í Grikklandi.

„Hengigarðarnir“ svokölluðu voru í Babýlon.

Og hin fimm undrin voru þessi:

Píramídarnir í Gisa í Egiftalandi — vitinn í Alexandríu — Seifsstyttan í Ólympíu í Grikklandi — Artemisarhofið í Efesus — grafhýsi Halikarnassusar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár