Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Landsréttur vísar frá héraðsdómi og heimilar lögreglu að gera blaðamann að sakborningi

Lands­rétt­ur tel­ur lög og regl­ur um fjöl­miðla og vernd heim­ild­ar­manna ekki leiða af sér skyldu til að tryggja þeim vernd gegn rann­sókn lög­reglu á ætl­uð­um brot­um þeirra gegn al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um við rækslu starfa þeirra.

Landsréttur vísar frá héraðsdómi og heimilar lögreglu að gera blaðamann að sakborningi
Lögreglan á Norðurlandi eystra Eyþór Þorbergsson, staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, og lögreglustjórinn Páley Bergþórsdóttir. Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra

Landsréttur hefur vísað héraðsdómi Norðurlands eystra frá í máli Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni sem kærði þá ákvörðun lögreglunnar að kalla hann til skýrslutöku með réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um skæruleiðadeild Samherja.

Niðurstaða héraðsdóms Norðurlands eystra var sú að aðgerðir lögreglunnar gegn Aðalsteini og öðrum blaðamönnum í málinu væru ólögmætar, en Landsréttur telur óhjákvæmilegt að heimila lögreglu að veita blaðamanni stöðu sakbornings í rannsókn málsins. Lögreglan birti úrskurðinn á Facebook-síðu sinni í dag.

Sakaðir um hefndarklám

Í greinargerð lögreglu sem lögð var fyrir héraðsdóm kom fram að Aðalsteini væri gefið að sök að hafa gerst brotlegur við almenn hegningarlög er sem snúa að friðhelgi einkalífs, en undanþáguákvæði eru í lögunum þar sem þessar lagagreinar eiga ekki við þegar um er að ræða almanna- eða einkahagsmuni. Lagagreinar sem lögregla vísar til tóku breytingum í fyrra og voru þær kynntar af Stjórnarráðinu sem svar við „auknu stafrænu kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi“. Kom fram að þeir blaðamenn sem fjölluðu um málið væru grunaðir um að hafa tekið á móti eða deilt með öðrum kynferðislegu efni af Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja og meðlimi í yfirlýstri „skæruliðadeild“ útgerðarinnar, án þess að hann hefði kært slík brot til lögreglu eða sýnt væri fram á að slíkt efni hefði farið í dreifingu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Jónsson skrifaði
    Landsréttur orðinn partur af Samherja spillingunni. Meiri brandarinn sem þetta þjóðfélag er orðið. Allt fyrir fram ákveðið.
    0
  • Sandra Guðmundsdóttir skrifaði
    Eru heimildarmenn lögreglunnar þá öruggir fyrir blaðamönnum?
    Kannski er bara kominn tími á paparazzi blaðamennsku þar sem mest krassandi fréttin fær birtingu sama um hvað málið snýst og ég held að þessar opinberu stofnanir hér hafi nóg til þess að fjalla um
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár