Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Landsréttur vísar frá héraðsdómi og heimilar lögreglu að gera blaðamann að sakborningi

Lands­rétt­ur tel­ur lög og regl­ur um fjöl­miðla og vernd heim­ild­ar­manna ekki leiða af sér skyldu til að tryggja þeim vernd gegn rann­sókn lög­reglu á ætl­uð­um brot­um þeirra gegn al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um við rækslu starfa þeirra.

Landsréttur vísar frá héraðsdómi og heimilar lögreglu að gera blaðamann að sakborningi
Lögreglan á Norðurlandi eystra Eyþór Þorbergsson, staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, og lögreglustjórinn Páley Bergþórsdóttir. Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra

Landsréttur hefur vísað héraðsdómi Norðurlands eystra frá í máli Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni sem kærði þá ákvörðun lögreglunnar að kalla hann til skýrslutöku með réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um skæruleiðadeild Samherja.

Niðurstaða héraðsdóms Norðurlands eystra var sú að aðgerðir lögreglunnar gegn Aðalsteini og öðrum blaðamönnum í málinu væru ólögmætar, en Landsréttur telur óhjákvæmilegt að heimila lögreglu að veita blaðamanni stöðu sakbornings í rannsókn málsins. Lögreglan birti úrskurðinn á Facebook-síðu sinni í dag.

Sakaðir um hefndarklám

Í greinargerð lögreglu sem lögð var fyrir héraðsdóm kom fram að Aðalsteini væri gefið að sök að hafa gerst brotlegur við almenn hegningarlög er sem snúa að friðhelgi einkalífs, en undanþáguákvæði eru í lögunum þar sem þessar lagagreinar eiga ekki við þegar um er að ræða almanna- eða einkahagsmuni. Lagagreinar sem lögregla vísar til tóku breytingum í fyrra og voru þær kynntar af Stjórnarráðinu sem svar við „auknu stafrænu kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi“. Kom fram að þeir blaðamenn sem fjölluðu um málið væru grunaðir um að hafa tekið á móti eða deilt með öðrum kynferðislegu efni af Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja og meðlimi í yfirlýstri „skæruliðadeild“ útgerðarinnar, án þess að hann hefði kært slík brot til lögreglu eða sýnt væri fram á að slíkt efni hefði farið í dreifingu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Jónsson skrifaði
    Landsréttur orðinn partur af Samherja spillingunni. Meiri brandarinn sem þetta þjóðfélag er orðið. Allt fyrir fram ákveðið.
    0
  • Sandra Guðmundsdóttir skrifaði
    Eru heimildarmenn lögreglunnar þá öruggir fyrir blaðamönnum?
    Kannski er bara kominn tími á paparazzi blaðamennsku þar sem mest krassandi fréttin fær birtingu sama um hvað málið snýst og ég held að þessar opinberu stofnanir hér hafi nóg til þess að fjalla um
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár