Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Landsréttur vísar frá héraðsdómi og heimilar lögreglu að gera blaðamann að sakborningi

Lands­rétt­ur tel­ur lög og regl­ur um fjöl­miðla og vernd heim­ild­ar­manna ekki leiða af sér skyldu til að tryggja þeim vernd gegn rann­sókn lög­reglu á ætl­uð­um brot­um þeirra gegn al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um við rækslu starfa þeirra.

Landsréttur vísar frá héraðsdómi og heimilar lögreglu að gera blaðamann að sakborningi
Lögreglan á Norðurlandi eystra Eyþór Þorbergsson, staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, og lögreglustjórinn Páley Bergþórsdóttir. Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra

Landsréttur hefur vísað héraðsdómi Norðurlands eystra frá í máli Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni sem kærði þá ákvörðun lögreglunnar að kalla hann til skýrslutöku með réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um skæruleiðadeild Samherja.

Niðurstaða héraðsdóms Norðurlands eystra var sú að aðgerðir lögreglunnar gegn Aðalsteini og öðrum blaðamönnum í málinu væru ólögmætar, en Landsréttur telur óhjákvæmilegt að heimila lögreglu að veita blaðamanni stöðu sakbornings í rannsókn málsins. Lögreglan birti úrskurðinn á Facebook-síðu sinni í dag.

Sakaðir um hefndarklám

Í greinargerð lögreglu sem lögð var fyrir héraðsdóm kom fram að Aðalsteini væri gefið að sök að hafa gerst brotlegur við almenn hegningarlög er sem snúa að friðhelgi einkalífs, en undanþáguákvæði eru í lögunum þar sem þessar lagagreinar eiga ekki við þegar um er að ræða almanna- eða einkahagsmuni. Lagagreinar sem lögregla vísar til tóku breytingum í fyrra og voru þær kynntar af Stjórnarráðinu sem svar við „auknu stafrænu kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi“. Kom fram að þeir blaðamenn sem fjölluðu um málið væru grunaðir um að hafa tekið á móti eða deilt með öðrum kynferðislegu efni af Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja og meðlimi í yfirlýstri „skæruliðadeild“ útgerðarinnar, án þess að hann hefði kært slík brot til lögreglu eða sýnt væri fram á að slíkt efni hefði farið í dreifingu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Jónsson skrifaði
    Landsréttur orðinn partur af Samherja spillingunni. Meiri brandarinn sem þetta þjóðfélag er orðið. Allt fyrir fram ákveðið.
    0
  • Sandra Guðmundsdóttir skrifaði
    Eru heimildarmenn lögreglunnar þá öruggir fyrir blaðamönnum?
    Kannski er bara kominn tími á paparazzi blaðamennsku þar sem mest krassandi fréttin fær birtingu sama um hvað málið snýst og ég held að þessar opinberu stofnanir hér hafi nóg til þess að fjalla um
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár