Fyrri aukaspurning:
Hver er þetta?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað hét erkihertoginn sem var drepinn 1914 og markaði atburðurinn upphaf fyrri heimsstyrjaldar?
2, Í hvaða heimavistarskóla gekk Harry Potter?
3. Hvað heitir íþróttin sem þar er mjög stunduð á galdakústum?
4. Í hvaða Suður-Ameríkuríki er höfuðborgin Bogotá?
5. Hvað nefnist þéttbýlisstaðurinn í Patreksfirði syðst á Vestfjörðum?
6. Á tveimur stöðum í Evrópu eru staðir sem heita Galisía. Önnur Galisían er nú á mótum nokkurra ríkja, en þó fyrst og fremst tveggja sem eru ... hver? Hér þarf að hafa bæði rétt!
7. En önnur Galisía er innan landamæra annars ríkis. Hvaða ríki er það?
8. Hverrar þjóðar er kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier?
9. Maximilien Robespierre var einn af forsprökkum ... hvers?
10. Í hvaða landi var Netflix-serían Squid Game búinn til?
***
Seinni aukaspurning:
Skjáskotið sýnir brot af albúmi hljómplötu sem gefin var út fyrir meira en 50 árum. Hvað heitir sú hljómplata?
Og fyrir lárviðarstig með eikarlaufi (því þetta er mjög erfið spurning): Það var erlendur kunningi hljómsveitarmeðlimanna sem hannaði þetta umslag. Hann hét ... hvað?
***
Svör við aukaspurningum:
1. Franz Ferdinand.
2. Hogwarts.
3. Quidditch.
4. Kólumbíu.
5. Patreksfjörður.
6. Galísía er fyrst og fremst á mörkum Úkraínu og Póllands.
7. Spánn.
8. Danskur.
9. Frönsku byltingarinnar.
10. Suður-Kóreu.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Brigitte Macron. Seinna nafnið dugir.
Á neðri myndinni er hluti af albúmi Revolver með Bítlunum.
Og albúmið gerði vinur Bítlanna frá Þýskalandi, Klaus Voorman.
Athugasemdir