Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

676. spurningaþraut: Að hvaða óvæntu staðreynd komust áhorfendur?

676. spurningaþraut: Að hvaða óvæntu staðreynd komust áhorfendur?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir persónan hér að ofan? Nauðsynlegt er að hafa bæði skírnar- og ættarnafn rétt.

***

Aðalspurningar:

1.  Í Moldovu er talað tungumál sem er náskylt og stundum talið málýska annars tungumáls. Hvaða tungumál er það?

2.  Soho er nafn á hverfum í tveim vestrænum stórborgum. Nefnið borgirnar báðar.

3.  Hvaða tegund hænsnfugla verpir villt á Íslandi?

4.  En hvaða fugl verpir í laup?

5.  Hvað heitir sú höll í norrænni goðafræði þar sem vopnbitnir menn sitja við eilífan gleðskap?

6.  Hver eru hin fimm hefðbundnu skilningarvit mannsins? 

7.  En hver lék aftur á móti aðalhlutverkið í kvikmyndinni Sjötta skilningarvitið, eða Sixth Sense frá 1999?

8.  Að hvaða óvæntu staðreynd komust áhorfendur í lok þeirrar myndar um persónuna sem aðalleikarinn lék?

9.  Vigdís Hauksdóttir situr í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir ... hvaða flokk?

10.  „... ég segi alltaf færri og færri orð, / enda hafði ég lengi á þeim illan bifur. / Tign mannsins segja þeir / þó þeir geri sér ekki ljóst að orð eru dýr / né með hverju þeir geti borgað.“ Hver orti svo?

***

Seinni aukaspurning:

Bíllinn hér að neðan „lék“ í þremur bíómyndum á áttunni, það er að segja níunda áratugnum. Hvað nefndust þær bíómyndir einu nafni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Rúmenska.

2.  London og New York.

3.  Rjúpan.

4.  Hrafninn.

5.  Valhöll.

6.  Snerting, bragð, lykt, sjón, heyrn.

7.  Bruce Willis.

8.  Að hann var búinn að vera dauður alla myndina.

9.  Miðflokkinn.

10.  Sigfús Daðason.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Wilma Flintstone.

Bíllinn á neðri myndinni kom við sögu í myndunum Back to the Future.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár