„Ég á sjálf mjög erfitt með að réttlæta alla þessa neyslu en ég vil ekki heldur dæma fólk of harkalega því að við erum öll föst í þessari heimsmynd og það er erfitt að sjá leið út úr henni,“ segir Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor í sálfræði, sem rannsakað hefur eðli og afleiðingar neyslusamfélaga.
Það kemur hvorki henni né Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, sem einnig situr í Loftslagsráði, á óvart að Íslendingar séu neyslufrekasta þjóðin á Norðurlöndum eins og bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar sem enn er í vinnslu sýna, en Stundin fékk að birta þær í blaðinu. Jukka Heinonen, prófessor við umhverfis- og byggingaverkfræðideild HÍ, sem fer fyrir hópi rannsakendanna, segir að á alþjóðavísu sé neysla Íslendinga að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum meiri en annarra þjóða. Hann segir að við séum komin „ískyggilega nálægt þeim mörkum að ekki verði aftur snúið“. Grunnvandinn sé lífsstíll fólks í ríkustu samfélögunum.

Draumur þeirra sem aðhyllast þetta hættulega kerfi og þeirra sem geta eða vilja ekki segja upp hlutverki sínu sem þrælar kerfisins (kallaðir 'neytendur' af kerfinu, því það hljómar betur en orðið 'þræll') um að hægt sé að umbreyta kapítalismanum í endurbætta útgáfu sem yrði vinsamlegt lífinu og náttúrunni, er kjánalegur og hlægilegur.
Það verður að afleggja þetta skíta-kerfi. Það er eina vonin, en sú von er gríðarlega veik, að mínu mati. Ég er svartsýnn á að það gerist nægileg tímanlega. Það verður gert þegar valdhafar heimsins sjá að annað er ekki hægt en þá verður það trúlega orðið of seint.