Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

,,Íslendingar fastir í kerfi sem veldur loftslagsbreytingum“

Ragna Bene­dikta Garð­ars­dótt­ir, pró­fess­or í sál­fræði, seg­ir erfitt að breyta neyslu­hegð­un fólks sem búi við kerfi sem stöð­ugt hvetji það til að kaupa meira en ástæða sé til. ,,Ef þú grill­ar þér ham­borg­ara ertu ekki endi­lega að tengja það við það að barna­barn­ið þitt eigi eft­ir að lifa í erf­ið­ari heimi,“ seg­ir hún. Bryn­hild­ur Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Neyt­enda­sam­tak­anna, seg­ir að fólk van­meti enn þá vá sem mann­kyn­ið standi frammi fyr­ir.

,,Íslendingar fastir í kerfi sem veldur loftslagsbreytingum“
Föt sem komust ekki fyrir í fatagámi Árið 2021 fékk Rauði krossinn 2.300 tonn af textíl frá heimilum landsins. Mynd: Sara G. Amo

„Ég á sjálf mjög erfitt með að réttlæta alla þessa neyslu en ég vil ekki heldur dæma fólk of harkalega því að við erum öll föst í þessari heimsmynd og það er erfitt að sjá leið út úr henni,“ segir Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor í sálfræði, sem rannsakað hefur eðli og afleiðingar neyslusamfélaga.

Það kemur hvorki henni né Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, sem einnig situr í Loftslagsráði, á óvart að Íslendingar séu neyslufrekasta þjóðin á Norðurlöndum eins og bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar sem enn er í vinnslu sýna, en Stundin fékk að birta þær í blaðinu.  Jukka Heinonen, prófessor við umhverfis- og byggingaverkfræðideild HÍ, sem fer fyrir hópi rannsakendanna, segir að á alþjóðavísu sé neysla Íslendinga að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum meiri en annarra þjóða. Hann segir að við séum komin „ískyggilega nálægt þeim mörkum að ekki verði aftur snúið“. Grunnvandinn sé lífsstíll fólks í ríkustu samfélögunum.

Kannski er eina leiðin …
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Kristófersson skrifaði
    Neyslubrjálæðið á Íslandi fer stöðugt versnandi. Einn sökudólgur þess er auglýsingadraslið. Það er varla hægt að draga andann án þess að fá yfir sig flóð af auglýsingakjaftæði. Ef heimurinn ætlar að stoppa þessa viiðbjóðslegu hagvaxtardellu og kapítalisma, þarf að taka harkalega í handbremsuna. Það verður ekki gert með hinum úrelta krossaskrípaleik sem tíðkaður er í vestrænum löndum á fjögurra ára fresti.
    1
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Ég er sannfærður um það að því lengri tími sem líður þar til kapítalisminn verður aflagður, sem hættulegt efnahagslegt kerfi, því meiri líkur eru á því að allt fari á versta veg; á versta veg fyrir mannkynið og lífríki jarðar í þeirri mynd sem það nú er.

    Draumur þeirra sem aðhyllast þetta hættulega kerfi og þeirra sem geta eða vilja ekki segja upp hlutverki sínu sem þrælar kerfisins (kallaðir 'neytendur' af kerfinu, því það hljómar betur en orðið 'þræll') um að hægt sé að umbreyta kapítalismanum í endurbætta útgáfu sem yrði vinsamlegt lífinu og náttúrunni, er kjánalegur og hlægilegur.

    Það verður að afleggja þetta skíta-kerfi. Það er eina vonin, en sú von er gríðarlega veik, að mínu mati. Ég er svartsýnn á að það gerist nægileg tímanlega. Það verður gert þegar valdhafar heimsins sjá að annað er ekki hægt en þá verður það trúlega orðið of seint.
    3
  • BH
    Bjarki Hilmarsson skrifaði
    Ég mæli með þessu video sem útskýrir hvernig olíufélögin nota þetta til að leiða athyglina frá sér https://youtu.be/1J9LOqiXdpE
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár