„Ég á sjálf mjög erfitt með að réttlæta alla þessa neyslu en ég vil ekki heldur dæma fólk of harkalega því að við erum öll föst í þessari heimsmynd og það er erfitt að sjá leið út úr henni,“ segir Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor í sálfræði, sem rannsakað hefur eðli og afleiðingar neyslusamfélaga.
Það kemur hvorki henni né Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, sem einnig situr í Loftslagsráði, á óvart að Íslendingar séu neyslufrekasta þjóðin á Norðurlöndum eins og bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar sem enn er í vinnslu sýna, en Stundin fékk að birta þær í blaðinu. Jukka Heinonen, prófessor við umhverfis- og byggingaverkfræðideild HÍ, sem fer fyrir hópi rannsakendanna, segir að á alþjóðavísu sé neysla Íslendinga að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum meiri en annarra þjóða. Hann segir að við séum komin „ískyggilega nálægt þeim mörkum að ekki verði aftur snúið“. Grunnvandinn sé lífsstíll fólks í ríkustu samfélögunum.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.
,,Íslendingar fastir í kerfi sem veldur loftslagsbreytingum“
Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor í sálfræði, segir erfitt að breyta neysluhegðun fólks sem búi við kerfi sem stöðugt hvetji það til að kaupa meira en ástæða sé til. ,,Ef þú grillar þér hamborgara ertu ekki endilega að tengja það við það að barnabarnið þitt eigi eftir að lifa í erfiðari heimi,“ segir hún. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að fólk vanmeti enn þá vá sem mannkynið standi frammi fyrir.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Mest lesið
1
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
„Maður veltir fyrir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengslum við einn né neinn,“ segir lögreglukona sem fór í útkall á aðventunni til einstæðings sem hafði dáið einn og legið lengi látinn.
2
Að gera athugasemdir við sjálfan sig
Skáldverkið Óvæntur ferðafélagi eftir Eirík Bergmann er afbragðs lærdómsbók – að mati Ásgeirs Brynjars Torfasonar sem segir ástarkrydd styrkja bókina og að ást höfundar á stjórnmálafræði skíni einnig í gegnum skrifin.
3
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
Fjölbreyttur hópur sækir mataraðstoð fyrir jólin en útlit er fyrir að svipað margir þurfi á slíkri aðstoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heimili ef litið er til aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar. Há leiga eða háar afborganir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér aðstoð.
4
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Náttúruvernd er mannvernd
„Þau svara á móti að ekkert skipti máli ef við eigum ekki náttúruna. Þá erum við ekkert. Þetta segja börnin,“ skrifar Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur.
5
Jólagjafir sem efla íslenska tungu
Viltu efla máltilfinningu barnsins þíns, eða jafnvel þína eigin? Hvað með að setja góða bók, miða á menningarviðburð eða gott spil í jólapakkann? Hér eru nokkrar hugmyndir að gjöfum og góðum samverustundum yfir hátíðarnar sem efla íslenska tungu og menningarlæsi.
6
Jesús og María halda jólin í Reykjavík með Jesú
Jesús Sigfús, konan hans María og sonur þeirra Kristján Jesús halda jólin heilög saman í Reykjavík. Sá eldri fékk símtal frá nunnu sem leitaði til hans vegna nafnsins en sá yngri fékk í fyrra sérstaka jólakveðju frá ókunnugri konu sem vildi heyra í Jesú rétt fyrir afmæli frelsarans.
Mest lesið í vikunni
1
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
Háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðuneytið hefur undanfarna mánuði keypt húsgögn úr hönnunarverslun, sem þar til nýlega hét Norr11, að andvirði rúmlega tíu milljóna króna. Um er að ræða samsettan sófa, kaffiborð, borðstofuborð og fleiri húsgögn að andvirði 10,2 milljóna króna. Þar af er 1,3 milljóna króna sófi inni á skrifstofu ráðherra.
2
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
Bergþóra Pálsdóttir, Bebba, hefur unun af því að fá gesti til sín í hjólhýsið og finnst þetta svolítið eins og að búa í einbýlishúsi. Barnabörnin koma líka í heimsókn en þau geta ekki farið út að leika sér í hjólhýsabyggðinni í Sævarhöfðanum: „Þau skilja ekki af hverju við vorum rekin úr Laugardalnum og sett á þennan ógeðslega stað.“
3
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
„Maður veltir fyrir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengslum við einn né neinn,“ segir lögreglukona sem fór í útkall á aðventunni til einstæðings sem hafði dáið einn og legið lengi látinn.
4
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
Baldvin Oddsson, ungur íslenskur athafnamaður, rataði nýverið í fréttir í Bandaríkjunum fyrir að reka 99 starfsmenn úr sprotafyrirtæki sem hann stofnaði og rekur. Framkvæmdastjórinn mun hafa verið ósáttur við slaka mætingu á morgunfund, þar sem aðeins ellefu af 110 starfsmönnum melduðu sig, og tilkynnti þeim sem voru fjarverandi að þau væru rekin.
5
Fjármálaóreiða FH fellur á hafnfirska útsvarsgreiðendur
Hátt í sjö hundruð milljón króna reikningur FH verður líklega sendur til skattgreiðenda eftir að FH fór flatt á byggingu Knatthússins Skessunnar. Formaður félagsins fær 73 milljónir í sinn hlut fyrir uppbyggingu hússins, sem sligar nú félagið. Svört skýrsla Deloitte dregur fram fjármálaóreiðu.
6
Situr í gamla stólnum hans pabba
Elsu Björgu Magnúsdóttur rann blóðið til skyldunnar þegar faðir hennar lést fyrir 18 árum og flutti heim til Íslands. „Ég þurfti á Íslandi og fjölskyldunni að halda og þau mér.“
Mest lesið í mánuðinum
1
Við erum ekkert „trailer trash“
Lilja Karen varð ólétt eftir glasafrjóvgun þegar hún bjó á tjaldsvæðinu í Laugardalnum og á dögunum fagnaði dóttir hennar árs afmæli. Afmælisveislan var haldin í hjólhýsi litlu fjölskyldunnar á Sævarhöfða, þar sem þær mæðgur búa ásamt hinni mömmunni, Friðmeyju Helgu. „Okkar tilfinning er að það hafi verið leitað að ljótasta staðnum fyrir okkur,“ segir Friðmey, og á þar við svæðið sem Reykjavíkurborg fann fyrir hjólhýsabyggðina.
2
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
Háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðuneytið hefur undanfarna mánuði keypt húsgögn úr hönnunarverslun, sem þar til nýlega hét Norr11, að andvirði rúmlega tíu milljóna króna. Um er að ræða samsettan sófa, kaffiborð, borðstofuborð og fleiri húsgögn að andvirði 10,2 milljóna króna. Þar af er 1,3 milljóna króna sófi inni á skrifstofu ráðherra.
3
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
Til stendur að hin sýrlenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dögunum ein af tíu sem tilnefnd voru til verðlaunanna Framúrskarandi ungur Íslendingur í ár. Tilnefninguna fékk hún fyrir sjálfboðaliðastörf sem hún hefur unnið með börnum. Hér á hún foreldra og systkini en einungis á að vísa Rimu og systur hennar úr landi.
4
Gylfi Magnússon
Verstu mistök Íslandssögunnar
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ, skrifar um verstu mistök Íslandssögunnar í nýjasta tölublaði Vísbendingar. „Íslendingar hafa auðvitað gert alls konar mistök sem þjóð og þurft að súpa seyðið af því.“ En hver eru þau verstu?
5
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
Bergþóra Pálsdóttir, Bebba, hefur unun af því að fá gesti til sín í hjólhýsið og finnst þetta svolítið eins og að búa í einbýlishúsi. Barnabörnin koma líka í heimsókn en þau geta ekki farið út að leika sér í hjólhýsabyggðinni í Sævarhöfðanum: „Þau skilja ekki af hverju við vorum rekin úr Laugardalnum og sett á þennan ógeðslega stað.“
6
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
Hafernir falla blóðugir og vængjalausir til jarðar í vindorkuverum Noregs sem mörg hver voru reist í og við búsvæði þeirra og helstu flugleiðir. Hættan var þekkt áður en verin risu og nú súpa Norðmenn seyðið af því. Sagan gæti endurtekið sig á Íslandi því mörg þeirra fjörutíu vindorkuvera sem áformað er að reisa hér yrðu á slóðum hafarna. Þessara stórvöxnu ránfugla sem ómæld vinna hefur farið í að vernda í heila öld.
Draumur þeirra sem aðhyllast þetta hættulega kerfi og þeirra sem geta eða vilja ekki segja upp hlutverki sínu sem þrælar kerfisins (kallaðir 'neytendur' af kerfinu, því það hljómar betur en orðið 'þræll') um að hægt sé að umbreyta kapítalismanum í endurbætta útgáfu sem yrði vinsamlegt lífinu og náttúrunni, er kjánalegur og hlægilegur.
Það verður að afleggja þetta skíta-kerfi. Það er eina vonin, en sú von er gríðarlega veik, að mínu mati. Ég er svartsýnn á að það gerist nægileg tímanlega. Það verður gert þegar valdhafar heimsins sjá að annað er ekki hægt en þá verður það trúlega orðið of seint.