Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lærði hjúkrun eftir rafmagns- og sambandsleysið

Guð­rún Magnús­dótt­ir í Koti í Svarf­að­ar­dal upp­lifði óör­yggi í langvar­andi raf­magns­leysi sem varð í des­em­ber 2019. Hún ákvað að skrá sig í hjúkr­un­ar­fræði­nám til að vera bet­ur und­ir það bú­in ef hætta skap­að­ist í við­líka ástandi að nýju.

Lærði hjúkrun eftir rafmagns- og sambandsleysið
Fjölskyldan Koti Svarfaðardalurinn er ekki alltaf á kafi í snjó eins og sjá má af þessari mynd af fjölskyldunni á brúðkaupsdaginn þeirra Guðrúnar og Atla í ágúst 2019, fjórum mánuðum áður en óveðrið gekk yfir. Kot er í baksýn á myndinni.

Langvarandi rafmagnsleysi og innilokun í desemberveðrinu 2019 olli því að Guðrún Magnúsdóttir, bóndi í Koti í Svarfaðardal, ákvað að skrá sig í hjúkrunarnám. „Ég áttaði mig á að ég kynni bara ekki nóg til að bjarga mér ef börnin myndu lenda í einhverju eða maðurinn minn,“ segir Guðrún, sem gagnrýnir einnig að símasamband skyldi bregðast í óveðrinu, sem aftur olli því að fjölskyldan í Koti var sambandslaus með öllu.

Óveðrið dagana 10. til 12. desember 2019 olli víðtæku og langvarandi rafmagnsleysi, sambandsleysi og ófærð víða um land en einkum þó á Norðurlandi, enda illviðrið þá með slíkum eindæmum að leita þarf aftur til ársins 1965 að viðlíka. Samtals var aðveitustöð Landsnets á Dalvík rafmagnslaus í 209 klukkustundir svo dæmi séu nefnd.

Þriðjudaginn 10. desember síðdegis fór rafmagn af Dalvík og Svarfaðardal einnig. Kot er innsti bær í Svarfaðardal í byggð og var þar aftakaveður. Guðrún býr þar sauðfjárbúi ásamt Atla …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár