Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lærði hjúkrun eftir rafmagns- og sambandsleysið

Guð­rún Magnús­dótt­ir í Koti í Svarf­að­ar­dal upp­lifði óör­yggi í langvar­andi raf­magns­leysi sem varð í des­em­ber 2019. Hún ákvað að skrá sig í hjúkr­un­ar­fræði­nám til að vera bet­ur und­ir það bú­in ef hætta skap­að­ist í við­líka ástandi að nýju.

Lærði hjúkrun eftir rafmagns- og sambandsleysið
Fjölskyldan Koti Svarfaðardalurinn er ekki alltaf á kafi í snjó eins og sjá má af þessari mynd af fjölskyldunni á brúðkaupsdaginn þeirra Guðrúnar og Atla í ágúst 2019, fjórum mánuðum áður en óveðrið gekk yfir. Kot er í baksýn á myndinni.

Langvarandi rafmagnsleysi og innilokun í desemberveðrinu 2019 olli því að Guðrún Magnúsdóttir, bóndi í Koti í Svarfaðardal, ákvað að skrá sig í hjúkrunarnám. „Ég áttaði mig á að ég kynni bara ekki nóg til að bjarga mér ef börnin myndu lenda í einhverju eða maðurinn minn,“ segir Guðrún, sem gagnrýnir einnig að símasamband skyldi bregðast í óveðrinu, sem aftur olli því að fjölskyldan í Koti var sambandslaus með öllu.

Óveðrið dagana 10. til 12. desember 2019 olli víðtæku og langvarandi rafmagnsleysi, sambandsleysi og ófærð víða um land en einkum þó á Norðurlandi, enda illviðrið þá með slíkum eindæmum að leita þarf aftur til ársins 1965 að viðlíka. Samtals var aðveitustöð Landsnets á Dalvík rafmagnslaus í 209 klukkustundir svo dæmi séu nefnd.

Þriðjudaginn 10. desember síðdegis fór rafmagn af Dalvík og Svarfaðardal einnig. Kot er innsti bær í Svarfaðardal í byggð og var þar aftakaveður. Guðrún býr þar sauðfjárbúi ásamt Atla …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár