Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Íslendingar losa mest allra Norðurlandaþjóða af CO2

Óbirt­ar nið­ur­stöð­ur viða­mik­ill­ar rann­sókn­ar á kol­efn­is­fót­spori íbúa Norð­ur­landa sýna að Ís­lend­ing­ar eru neyslu­frek­asta þjóð­in og fót­spor ís­lensku þjóð­ar­inn­ar því stærst. Á al­þjóða­vísu er neysla Ís­lend­inga tvisvar til þrisvar sinn­um meiri en annarra þjóða. Pró­fess­or í um­hverf­is - og bygg­inga­verk­fræði seg­ir lífs­stíl rík­ustu þjóða heims dýru verði keypt­ur.

Íslendingar losa mest allra Norðurlandaþjóða af CO2
Auðugustu löndin þar á meðal Norðurlöndin losa mest af CO2. Kolefnisspor þeirra er fyrst og fremst neysludrifið. ,,Lífsstíll þeirra er dýru verði keyptur,“ segir prófessor við Umhverfis-og byggingaverkfræðideild HÍ. Mynd: Shutterstock

„Það eru afar litlar líkur á að við náum að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðum eins og staðan er núna. Við erum komin ískyggilega nærri þeim mörkum að ekki verði aftur snúið. Ef við drögum ekki mun hraðar en hingað til úr neyslu sem leysir úr læðingi gróðurhúsalofttegundir sem valda loftslagsbreytingum verður ekki hægt að treysta á að tæknilausnir geti bjargað okkur frá hamfarahlýnun,“ segir Jukka Heinonen, prófessor við umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands, en hann fer fyrir hópi fimmtán vísindamanna sem hafa undanfarna mánuði safnað upplýsingum um kolefnisfótspor Íslendinga, Norðmanna, Dana, Finna og Svía.

Lífsstíll auðugra þjóða dýru verði keyptur Jukka Heinonen, prófessor við umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands, segir breytingu á lífsstíl íbúa ríkustu samfélaganna grundvallaratriði í baráttunni við hlýnun jarðar.

Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í sumar, í síðasta lagi næsta haust, segir Jukka Heinonen, sem gaf Stundinni leyfi til að birta fyrstu bráðabirgðaniðurstöður hennar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár