Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Íslendingar losa mest allra Norðurlandaþjóða af CO2

Óbirt­ar nið­ur­stöð­ur viða­mik­ill­ar rann­sókn­ar á kol­efn­is­fót­spori íbúa Norð­ur­landa sýna að Ís­lend­ing­ar eru neyslu­frek­asta þjóð­in og fót­spor ís­lensku þjóð­ar­inn­ar því stærst. Á al­þjóða­vísu er neysla Ís­lend­inga tvisvar til þrisvar sinn­um meiri en annarra þjóða. Pró­fess­or í um­hverf­is - og bygg­inga­verk­fræði seg­ir lífs­stíl rík­ustu þjóða heims dýru verði keypt­ur.

Íslendingar losa mest allra Norðurlandaþjóða af CO2
Auðugustu löndin þar á meðal Norðurlöndin losa mest af CO2. Kolefnisspor þeirra er fyrst og fremst neysludrifið. ,,Lífsstíll þeirra er dýru verði keyptur,“ segir prófessor við Umhverfis-og byggingaverkfræðideild HÍ. Mynd: Shutterstock

„Það eru afar litlar líkur á að við náum að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðum eins og staðan er núna. Við erum komin ískyggilega nærri þeim mörkum að ekki verði aftur snúið. Ef við drögum ekki mun hraðar en hingað til úr neyslu sem leysir úr læðingi gróðurhúsalofttegundir sem valda loftslagsbreytingum verður ekki hægt að treysta á að tæknilausnir geti bjargað okkur frá hamfarahlýnun,“ segir Jukka Heinonen, prófessor við umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands, en hann fer fyrir hópi fimmtán vísindamanna sem hafa undanfarna mánuði safnað upplýsingum um kolefnisfótspor Íslendinga, Norðmanna, Dana, Finna og Svía.

Lífsstíll auðugra þjóða dýru verði keyptur Jukka Heinonen, prófessor við umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands, segir breytingu á lífsstíl íbúa ríkustu samfélaganna grundvallaratriði í baráttunni við hlýnun jarðar.

Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í sumar, í síðasta lagi næsta haust, segir Jukka Heinonen, sem gaf Stundinni leyfi til að birta fyrstu bráðabirgðaniðurstöður hennar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár