„Það eru afar litlar líkur á að við náum að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðum eins og staðan er núna. Við erum komin ískyggilega nærri þeim mörkum að ekki verði aftur snúið. Ef við drögum ekki mun hraðar en hingað til úr neyslu sem leysir úr læðingi gróðurhúsalofttegundir sem valda loftslagsbreytingum verður ekki hægt að treysta á að tæknilausnir geti bjargað okkur frá hamfarahlýnun,“ segir Jukka Heinonen, prófessor við umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands, en hann fer fyrir hópi fimmtán vísindamanna sem hafa undanfarna mánuði safnað upplýsingum um kolefnisfótspor Íslendinga, Norðmanna, Dana, Finna og Svía.
Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í sumar, í síðasta lagi næsta haust, segir Jukka Heinonen, sem gaf Stundinni leyfi til að birta fyrstu bráðabirgðaniðurstöður hennar …
Athugasemdir