Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Veiga afþakkaði fjórar milljónir: „Ég ætla að standa með náttúrunni“

Veiga Grét­ars­dótt­ir kaj­akræð­ari varð lands­þekkt þeg­ar hún leið­rétti kyn sitt og réri rang­sæl­is í kring­um Ís­land. Hún er einn af há­vær­ari gagn­rýn­end­um lax­eld­is á Vest­fjörð­um og hef­ur birt mynd­ir af af­skræmd­um eld­islöx­um. Í við­tali við Stund­ina ræð­ir hún um nýtt mynd­band sem hún tók und­ir eldisk­ví­um í Dýra­firði, bar­áttu sína gegn lax­eld­inu og hvernig það er að vera gagn­rýn­in rödd í litlu sam­fé­lagi fyr­ir vest­an.

<span>Veiga afþakkaði fjórar milljónir:</span> „Ég ætla að standa með náttúrunni“
Veiga og Arctic Fish Veiga Grétarsdóttir hefur tekið u-beygju í lífinu. Henni bauðst styrkur frá Arctic Fish og var beðin um að vera andlit fyrirtækisins gegn hárri peningagreiðslu. Veiga sagði hins vegar nei og er einn þekktari gagnrýnandi fyrrtækisins fyrir vestan. Hér er hún í húsbílnum sínum sem hún býr í þegar hún ferðast um landið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish á Ísafirði bauð kajakræðaranum Veigu Grétarsdóttur fjárstyrk upp á um fjórar milljónir króna árið 2019 gegn því að hún léki í kynningarefni fyrir fyrirtækið. Þetta segir Veiga, sem er uppalin og búsett á Ísafirði, í viðtali við Stundina. Hún segir að hugmynd Arctic Fish hafi verið að taka upp myndir af henni að „róa í kringum" sjókvíar á Vestfjörðum: „Ég átti að verða einhvers konar andlit fyrirtækisins út á við.“

Veiga afþakkaði hins vegar styrkinn og segir hún að það hafi sannarlega verið „erfitt“ að gera það: „Ég tók þá ákvörðun að ég vildi ekki eyrnamerkja mig neinum iðnaði, sama hvaða fyrirtæki það væri: Fiskeldisfyrirtæki, álversfyrirtæki eða einhverjar smiðjur, hvað sem er. Það yrði þá bara kajakframleiðandi, framleiðandi á útivistarfatnaði eða -búnaði. Ég setti bara línu þar.“

Fékk 4 milljóna tilboðVeiga Grétarsdóttir fékk hátt tilboð um auglýsingasamning frá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish. Hún hafnaði því.

Veiga varð …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁG
    Ása Grímsdóttir skrifaði
    Gott hjá þér Veiga. Stöndum saman. Það má ræða áhrif laxeldis á umhverfið
    1
  • RKS
    Ragnheiður K. Steindórsdóttir skrifaði
    Ég tek ofan fyrir Þér Veiga!
    2
  • Viðar Magnússon skrifaði
    Væri kannski ráð fyrir Stundina að taka viðtal við Sigurð Pétursson svona til að laga hallann á þessu viðtali það er að segja ef Stundinn vill standa undir nafni
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Arctic Fish bauð líka forsetum bæjarstjórna Bolungarvíkur, Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar atvinnu - sem þeir þáðu!
    3
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Undir efstu myndinni stendur ,,Hún tók við styrk frá Arctic Fish........" Þetta þarf að leiðrétta.
    0
    • Viðar Magnússon skrifaði
      Hún fékk styrk og setti lógó Arctic fish á kajakinn sem hún fór á í kringum landið og var mög þakklát fyrir en það voru aldrei neinar 4 miljónir í umræðunni
      1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Dásamlegt viðtal við Veigu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár