Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish á Ísafirði bauð kajakræðaranum Veigu Grétarsdóttur fjárstyrk upp á um fjórar milljónir króna árið 2019 gegn því að hún léki í kynningarefni fyrir fyrirtækið. Þetta segir Veiga, sem er uppalin og búsett á Ísafirði, í viðtali við Stundina. Hún segir að hugmynd Arctic Fish hafi verið að taka upp myndir af henni að „róa í kringum" sjókvíar á Vestfjörðum: „Ég átti að verða einhvers konar andlit fyrirtækisins út á við.“
Veiga afþakkaði hins vegar styrkinn og segir hún að það hafi sannarlega verið „erfitt“ að gera það: „Ég tók þá ákvörðun að ég vildi ekki eyrnamerkja mig neinum iðnaði, sama hvaða fyrirtæki það væri: Fiskeldisfyrirtæki, álversfyrirtæki eða einhverjar smiðjur, hvað sem er. Það yrði þá bara kajakframleiðandi, framleiðandi á útivistarfatnaði eða -búnaði. Ég setti bara línu þar.“
Veiga varð …
Athugasemdir (7)