Fyrri aukaspurning:
Hver er konan á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í menningu hvaða lands tíðkuðust svonefndir konubátar?
2. En um hvaða haf sigldu Pólýnesar?
3. Hver var Frodo Baggins?
4. En hvar kemur Pétur Þríhross við sögu?
5. Hvar búa Bantú-menn helst? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.
6. Við hvað starfaði Freydís áður en hún sneri sér að fyrirtækjarekstri?
7. Önnur Freydís var víðförul og fór meira að segja alla leið til Ameríku þar sem hún lenti í mörgum ævintýrum. Hvað hét faðir hennar?
8. En hvað hét móðir þessarar Freydísar?
9. Hvert var yfirráðasvæði gríska guðsins Póseidons?
10. Hver málaði málverkið Ópið?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Grænlands.
2. Kyrrahaf.
3. Hobbiti.
4. Í Heimsljósi Halldórs Laxness.
5. Mið-Afríku eða suðurhluta Afríku. Afríka ein og sér dugar ekki.
6. Hún var fóstra eða leikskólastjóri. Hér er vitanlega átt við Freydísi úr Verbúðinni.
7. Eiríkur rauði.
8. Þjóðhildur.
9. Hafið.
10. Munch.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er sænski barnabókahöfundurinn Astrid Lindgren.
Á neðri myndinni er finnski barnabókahöfundurinn Tove Jansson.
Athugasemdir (3)