Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Foreldrar í Keflavík tengdu ungbarnadauða við vatnsmengun frá bandaríska hernum

Meng­un frá banda­ríska hern­um í drykkjar­vatni í Kefla­vík var ekki að­eins tal­in hafa ver­ið krabba­meinsvald­andi. Ung­barnadauði í bæn­um var einnig rak­inn til meng­un­ar­inn­ar í um­ræð­unni um meng­un­ina. Mar­grét Erl­ings­dótt­ir, sem missti dótt­ur sína ný­fædda úr hjarta­galla ár­ið 1989, kall­ar eft­ir því að rann­sókn fari fram á áhrif­um vatns­meng­un­ar á fæð­ing­argalla í Kefla­vík.

Foreldrar í Keflavík tengdu ungbarnadauða við vatnsmengun frá bandaríska hernum
Talaði fyrir daufum eyrum Sigríður Jóhannesdóttir, fyrrverandi þingkona Alþýðubandalagsins og Samfylkingarinnar, reyndi þrívegis að láta rannsaka vatnsmengun vegna veru bandaríska hersins á Suðurnesjum. Hún segir að andrúmsloftið í Keflavík og á Alþingi ekki hafa verið fylgjandi slíkri rannsókn á afleiðingum hersetunnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Foreldrar í Keflavík og Njarðvík sem lentu í því að missa nýfædd börn sín á níunda áratug síðustu aldar tengdu aukinn ungbarnadauða á svæðinu við vatnsmengun frá bandaríska hernum. Meðal annars var um að ræða börn sem fæddust með hjarta- og nýrnagalla. Því var um að ræða meðfædda fæðingargalla. Þetta kemur fram í viðtali Stundarinnar við móður barns sem lést skömmu eftir fæðingu í Keflavík árið 1989.

Móðirin, Margrét Erlingsdóttir, sem missti stúlkubarn einum sólarhring eftir fæðingu, segir að kominn sé tími til að það verði rannsakað hvort samband hafi verið á milli vatnsmengunarinnar og þessara fæðingargalla. Dóttir hennar fæddist án æða milli hjartans og lungna og átti í raun aldrei séns á að lifa eftir að hún kom í heiminn. „Stelpan okkar var stór og flott, 18 merkur, og læknarnir voru alveg ráðþrota. Það var búið að reyna að gefa henni lyf en hún brást ekki við því. Það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jökull Einarsson skrifaði
    Konráð Lúðvíksson læknir á það að vera
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár