Foreldrar í Keflavík og Njarðvík sem lentu í því að missa nýfædd börn sín á níunda áratug síðustu aldar tengdu aukinn ungbarnadauða á svæðinu við vatnsmengun frá bandaríska hernum. Meðal annars var um að ræða börn sem fæddust með hjarta- og nýrnagalla. Því var um að ræða meðfædda fæðingargalla. Þetta kemur fram í viðtali Stundarinnar við móður barns sem lést skömmu eftir fæðingu í Keflavík árið 1989.
Móðirin, Margrét Erlingsdóttir, sem missti stúlkubarn einum sólarhring eftir fæðingu, segir að kominn sé tími til að það verði rannsakað hvort samband hafi verið á milli vatnsmengunarinnar og þessara fæðingargalla. Dóttir hennar fæddist án æða milli hjartans og lungna og átti í raun aldrei séns á að lifa eftir að hún kom í heiminn. „Stelpan okkar var stór og flott, 18 merkur, og læknarnir voru alveg ráðþrota. Það var búið að reyna að gefa henni lyf en hún brást ekki við því. Það …
Athugasemdir (1)