Jóhannes meðhöndlari dæmdur fyrir fimmtu nauðgunina

Jó­hann­es Tryggvi Svein­björns­son var í dag dæmd­ur í eins árs fang­elsi fyr­ir að hafa nauðg­að konu á nudd­stofu sinni. Í nóv­em­ber þyngdi Lands­rétt­ur refs­ingu Jó­hann­es­ar í sex ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðg­að fjór­um kon­um.

Jóhannes meðhöndlari dæmdur fyrir fimmtu nauðgunina
Dæmdur í árs fangelsi Jóhannes var dæmdur fyrir fimmtu nauðgunina í dag.

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson meðhöndlari var í dag dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á nuddstofu sinni árið 2012. Er það fimmta nauðgunin sem Jóhannes fær dóm fyrir. 

Fimmtán konur kærðu Jóhannes til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 vegna kynferðisbrota. Gefin var út ákæra í fjórum málum en rannsókn felld niður í ellefu, þar á meðal því máli sem Jóhannes var nú dæmdur í.  Um er að ræða brot hans gegn Ragnhildi Eik Árnadóttur sem steig fram í viðtali við Stundina sumarið 2020 og lýsti nauðguninni.

Ragnhildur Eik kærði niðurfellingu rannsóknar lögreglu til ríkissaksóknara árið 2020 og vísaði ríkissaksóknari málinu aftur til lögreglu til rannsóknar. Héraðssaksóknari gaf 12. maí á síðasta ári út ákæru í málinu. Athygli vakti að málið var rakið opnu þinghaldi en Ragnhildur hafði lýst sinni skoðun að svo ætti að vera á meðan að Jóhannes fór fram á að þinghald yrði lokað.

Sem fyrr segir er þetta fimmta nauðgunin sem Jóhannes fær dóm fyrir en í janúar á síðasta ári var hann dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu til hans í meðhöndlun. Þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar, sem í nóvember síðastliðnum þyngdi refsingu Jóhannesar Tryggva í sex ára fangelsi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Á ekki að henda lyklinum þega búið er að loka svíðingin inni?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár