Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

SÁÁ fordæmir hegðun fráfarandi formanns

Fram­kvæmda­stjórn SÁÁ seg­ist standa með þo­lend­um og boð­ar um­bæt­ur á starf­sem­inni.

SÁÁ fordæmir hegðun fráfarandi formanns

Framkvæmdastjórn SÁÁ sendi rétt í þessu frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hegðun fyrrverandi formanns samtakanna sé fordæmd og að framundan sé gagnger skoðun og nauðsynlegar umbætur á öllu starfi samtakanna. Traust og trúnaður skjólstæðinga, starfsmanna og landsmanna allra sé lykillinn að tilveru SÁÁ. „Undir því trausti viljum við rísa. Við munum ráðast í gagngera skoðun og nauðsynlegar umbætur á öllu okkar starfi og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga okkar sem margir eru í viðkvæmri stöðu.“

„Við munum ráðast í gagngera skoðun og nauðsynlegar umbætur á öllu okkar starfi“
Framkvæmdastjórn SÁÁ

Stundin greindi frá því í gær að Einar Hermannsson hefði keypt vændi af konu sem glímdi við vímuefnavanda á árunum 2016 til 2018, þegar hann sat í framkvæmdastjórn SÁÁ. Þegar hann fór í framboð til formanns sumarið 2020 ætlaði konan að leggja fram kæru á hendur honum vegna vændiskaupa, sem er brot á hegningarlögum, en guggnaði á því. Hún óttaðist að falla vegna álagsins sem fylgdi því að leggja fram kæru. 

Var skjólstæðingur SÁÁ

„Ég var hræðilega veik,“ sagði konan um stöðu sína þegar Einar keypti af henni vændi, en hún hafði glímt við illvígan sjúkdóm og leiðst út í neyslu fíkniefna, sem hún fjármagnaði með vændi. Konan var skjólstæðingur SÁÁ og óaði við tilhugsuninni um að vændiskaupandi gæti orðið æðsti stjórnandi samtakanna. Þegar fjallað var um kröfu Sjúkratrygginga Íslands á hendur SÁÁ hafði konan samband við Stundina til þess að segja sögu sína, því henni varð óglatt að sjá manninn koma fram í fjölmiðlum fyrir hönd samtakanna.  

Á sama tíma hafði heilbrigðisstarfsmaður samband við starfsmann Embættis landlæknis til að spyrjast fyrir vegna þess að skjólstæðingur hans hafði trúað honum fyrir vændiskaupum Einars. Þegar konan hætti við að leggja fram kæru á hendur Einari ákvað heilbrigðisstarfsmaðurinn að fylgja málinu ekki eftir gagnvart Landlæknisembættinu með formlegri tilkynningu.

Brást við fyrirhugaðri umfjöllun 

Einn stjórnarmeðlimur SÁÁ var sömuleiðis upplýstur um vændiskaupin á svipuðum tíma en aðhafðist ekki. Það var ekki fyrr en Stundin hafði spurst fyrir um málið í síðustu viku sem málið barst framkvæmdastjórn SÁÁ til eyrna og það var tekið fyrir á fundi sem leiddi til afsagnar formannsins.

„Ég iðrast að hafa farið þessa leið og að hafa valdið fjölskyldu minni sársauka“
Einar Hermannsson
Fráfarandi formaður SÁÁ

Einar sendi af því tilefni frá sér yfirlýsingu þar sem hann kvaðst hafa svarað auglýsingu þar sem kynlíf var boðið gegn greiðslu, en gögn sýna hann hafa samband við konuna að fyrra bragði, semja við hana um vændiskaup, boða komu sína á næstu tíu mínútum og þakka fyrir samskiptin um einum og hálfum tíma síðar. Í yfirlýsingunni sagði hann sagði umfjöllun um málið kasta rýrð á samtökin ogsagðist iðrast þess að hafa valdið fjölskyldu sinni sársauka með framferði sínu. „Ég iðrast að hafa farið þessa leið og að hafa valdið fjölskyldu minni sársauka vegna hegðunar minnar. Bið ég alla þá sem málið varðar afsökunar á framferði mínu.“

Boða til aðalfundar

Varaformaður SÁÁ er Sigurður Friðriksson, en greint hefur verið frá því að hann hafi ekki tekið við störfum formanns vegna veikinda af völdum Covid-19 veirunnar.

Framkvæmdastjórn SÁÁ mun boða til fundar í aðalstjórn SÁÁ föstudaginn 28. janúar næstkomandi kl. 17.15 til að kjósa nýjan formann samtakanna.

„Umfram allt stöndum við með þolendum“
Framkvæmdastjórn SÁÁ

 „Umfram allt stöndum við með þolendum,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn SÁÁ. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Var það ekki þessi gaur og hanns vinir sem settu mest út á Þórarinn Tyrfingsson ? Nú verður gerður FEITUR starfslokasamningur.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    En verður einstaklingnum sem vissi af svívirðunni í stjórnini boðið að bæta ráðsitt líkt og ferju Skipstjóranum í Eyjum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár