Vinur minn er með útstæða og hvelfda ístru. Hann er samt alls ekki jafnfeitur, bara belgmikill. Útlimir hans, háls, hnakki, rass og bak eru að mestu lausir við skvap, öfugt við líkama sumra okkar vina hans sem fitubjúgurinn sest á með jafnari hætti.
Fyrir skömmu þegar vinur minn var heima hjá mér í mat gekk fjögurra ára dóttir mín að honum, lagði höndina blíðlega á læri hans, hallaði undir flatt og sagði: „Ertu með barn í maganum?“
Bumban á vini mínum á sér ákveðna ástæðu sem segja má að tengist matarmenningu og matarsögu íslensku þjóðarinnar kolvetnaböndum: Mjólk.
Þegar við vorum unglingar tuðaði mamma vinar míns oft og ítrekað yfir því að bumban á honum væri hvimleið. Mamma hans sagði frá því að hann væri svona útþaninn um miðjuna vegna þess að hann drykki of mikla nýmjólk, allt upp í tvo til þrjá lítra á dag. Mjólkin leynir á sér vegna …
Athugasemdir (3)