Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ævintýrið um íslenska matar(ó)menningu

Í nýrri bók um ís­lensk­ar mat­ar­hefð­ir er ís­lensk mat­ar­menn­ing síð­ustu alda og fram í sam­tím­ann greind með margs kon­ar hætti. Sú mikla fá­breytni sem ein­kenndi ís­lenska mat­ar­menn­ingu öld­um sam­an er dreg­in fram í dags­ljós­ið. Í bók­inni er sýnt fram á að það er eig­in­lega ekki fyrr en á allra síð­ustu ára­tug­um sem hrá­efn­is- og fæðu­fram­boð á Ís­landi fer að líkj­ast því sem tíðk­ast í öðr­um stærri og minna ein­angr­uð­um lönd­um.

Ævintýrið um íslenska matar(ó)menningu
Fábreytni, dýrafæða, kolvetnaþurrð og kalt í aski Í bókinni um íslenska matarmenningu eru helstu einkenni hennar dregin fram. Fram eftir öldum einkenndist matarmenning þjóðarinnar af dýrafæðu, kolvetnaþurrð, saltleysi og þeirri staðreynd að matur var yfirleitt borinn fram kaldur í öskum. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Vinur minn er með útstæða og hvelfda ístru. Hann er samt alls ekki jafnfeitur, bara belgmikill. Útlimir hans, háls, hnakki, rass og bak eru að mestu lausir við skvap, öfugt við líkama sumra okkar vina hans sem fitubjúgurinn sest á með jafnari hætti. 

Fyrir skömmu þegar vinur minn var heima hjá mér í mat gekk fjögurra ára dóttir mín að honum, lagði höndina blíðlega á læri hans, hallaði undir flatt og sagði: „Ertu með barn í maganum?“

Bumban á vini mínum á sér ákveðna ástæðu sem segja má að tengist matarmenningu og matarsögu íslensku þjóðarinnar kolvetnaböndum: Mjólk.

Þegar við vorum unglingar tuðaði mamma vinar míns oft og ítrekað yfir því að bumban á honum væri hvimleið. Mamma hans sagði frá því að hann væri svona útþaninn um miðjuna vegna þess að hann drykki of mikla nýmjólk, allt upp í tvo til þrjá lítra á dag. Mjólkin leynir á sér vegna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þórir Jóhannsson skrifaði
    Næringarketósa er ekki hættuleg og er annað en ketoacidosis. Leitt að sjá öðru haldið fram í annars mjög áhugaverðum greinum í bókinni. https://www.dietdoctor.com/low-carb/ketosis
    0
  • Margrét Sig skrifaði
    Ekkert dvelur oní mér / upp ég sel um daga. / Sendu pela af Sjenever / sem fer vel í maga. !
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Mér finnst fiskur bestur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár