Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Snjóflóð“ verðhækkana framundan

Verð­bólg­an í Banda­ríkj­un­um er sú mesta frá ár­inu 1982. Enn mæl­ist minni verð­bólga á Ís­landi, en það gæti breyst ef marka má orð for­stjóra Haga, sem boð­ar ham­far­ir í verð­hækk­un­um.

„Snjóflóð“ verðhækkana framundan
Úr Bónus Forstjóri Haga, sem rekur Bónus, varar við óviðráðanlegum verðhækkunum. Hins vegar muni Hagar vinna gegn hækkunum eftir bestu getu.

Íslenskir neytendur og húsnæðiseigendur eiga von á kjararýrnun á næstunni, ef marka má orð Finns Oddssonar, forstjóra Haga sem reka Bónus og Hagkaup, á uppgjörsfundi félagsins hans í morgun. 

Að sögn Finns eru yfirvofandi verulegar verðhækkanir sem munu „óhjákvæmilega“ leiða út í verðlagið á Íslandi. Verðbólga á Íslandi mælist nú 5,1%, en í Bandaríkjunum hefur hún náð 40 ára hátindi sínum og er orðin 7%, sú mesta frá 1982. Verðbólgan er nú orðin eitt helsta álitamálið í hagkerfinu vestanhafs.

Finnur OddssonForstjóri Haga boðar verðhækkanir.

Fjallað er um uppgjörsfundinn á vef Innherja á Vísi. Þar boðaði Finnur ástand í smásölu sem „má líkja við að standa í fjallshlíð og reyna að stöðva snjóflóð með berum höndum. Það er ekkert að fara takast“.

Þrátt fyrir þetta spá Hagar því að hagnaður félagsins verði 10 milljarðar króna reikningsárið sem lýkur í lok febrúar og hafa bréf félagsins hækkað í íslensku kauphöllinni í dag og stóð hækkunin í 1,5% í hádeginu. Þrátt fyrir yfirstandandi kreppu hefur hagnaður Haga aukist um 78% síðustu 12 mánuði. Finnur sagði jafnframt á fundinum í morgun að Hagar myndu hagræða í innkaupum, „moka skaflana og snúa þessu við um leið og hægt er“, eins og segir á vef Innherja

Verðtryggð lán hækka

Verðhækkanirnar hafa ekki einungis áhrif á þær vörur sem fólk getur keypt. Þær hafa einnig tvíþætt megináhrif á eignir húsnæðiseigenda.

Annars vegar mega þau sem tekið hafa verðtryggð lán vita að höfuðstóll lánanna mun hækka sem nemur verðbólgunni. 50 milljóna króna húsnæðislán hækkar þannig um 500 þúsund krónur fyrir hvert prósent verðbólgu, eða 2,5 milljónir króna á því ári sem verðbólgan er 5%. 

Óverðtryggð lán, sem orðið hafa algengari allt frá því að Seðlabankinn hóf stýrivaxtalækkun til að örva hagkerfið í Covid-kreppunni, hækka hins vegar ekki að höfuðstóli eins og verðtryggðu lánin. Því er eignaupptaka fasteignaeigenda með óverðtryggð lán minni.

Hins vegar eru allar líkur á því að Seðlabankinn hækki stýrivexti, sem hefur bein áhrif á breytilega vexti húsnæðislána. Þrátt fyrir að yfirgnæfandi hluti nýrra fasteignalána undanfarið hafi verið óverðtryggð eru verðtryggð húsnæðislán ennþá um helmingur allra húsnæðislána. Vaxtabreytingar á óverðtryggðum lánum hefur mun örari og meiri áhrif á mánaðarleg útgjöld fólks en hækkun verðtryggðra lána.

Eins og staðan er núna eru lægstu breytilegu óverðtryggðu vextir 3,8% hjá Gildi lífeyrissjóði, á meðan lægstu föstu vextir eru 4,7%. Verðtryggðir vextir hafa hins vegar fallið hratt og eru festanlegir til fimm ára í 1,5% hjá Íslandsbanka.

Afleiðing af faraldrinum

Orsakir verðhækkana hélendis sem erlendis liggja í því að aðfangakeðjan hefur rofnað vegna lokana sem ætlað er að hamla útbreiðslu Covid-19. 

Vonast er til þess að verðhækkanirnar verði skammvinnar og jafnframt að núverandi bylgja omicron-afbrigðis kórónaveirunnar muni víðast hvar ná hátindi sínum á næstu dögum eða vikum og framkalla hjarðónæmi gegn öðrum afbrigðum.

Fleira en innkaupaverð byrgja hefur hins vegar áhrif á verðlag hér á landi. Þannig getur styrking krónunnar til dæmis vegið upp á móti hækkandi verðlagi. Þrátt fyrir að verðbólgan verði skammvinn mun hækkun verðtryggðra húsnæðislána hins vegar ekki ganga til baka og um leið óljóst hvar stýrivextir Seðlabankans enda, en þeir eru sögulega í lágmarki hér á landi.

Verðbólgan framundan getur því haft tvíþætt áhrif á kjör almennra neytenda, þótt þau virðist hafa lítil neikvæð áhrif á hækkandi hlutabréfaverð, sem í kauphöllinni hérlendis hefur risið um 26% síðasta árið í miðri covid-kreppunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár