Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Snjóflóð“ verðhækkana framundan

Verð­bólg­an í Banda­ríkj­un­um er sú mesta frá ár­inu 1982. Enn mæl­ist minni verð­bólga á Ís­landi, en það gæti breyst ef marka má orð for­stjóra Haga, sem boð­ar ham­far­ir í verð­hækk­un­um.

„Snjóflóð“ verðhækkana framundan
Úr Bónus Forstjóri Haga, sem rekur Bónus, varar við óviðráðanlegum verðhækkunum. Hins vegar muni Hagar vinna gegn hækkunum eftir bestu getu.

Íslenskir neytendur og húsnæðiseigendur eiga von á kjararýrnun á næstunni, ef marka má orð Finns Oddssonar, forstjóra Haga sem reka Bónus og Hagkaup, á uppgjörsfundi félagsins hans í morgun. 

Að sögn Finns eru yfirvofandi verulegar verðhækkanir sem munu „óhjákvæmilega“ leiða út í verðlagið á Íslandi. Verðbólga á Íslandi mælist nú 5,1%, en í Bandaríkjunum hefur hún náð 40 ára hátindi sínum og er orðin 7%, sú mesta frá 1982. Verðbólgan er nú orðin eitt helsta álitamálið í hagkerfinu vestanhafs.

Finnur OddssonForstjóri Haga boðar verðhækkanir.

Fjallað er um uppgjörsfundinn á vef Innherja á Vísi. Þar boðaði Finnur ástand í smásölu sem „má líkja við að standa í fjallshlíð og reyna að stöðva snjóflóð með berum höndum. Það er ekkert að fara takast“.

Þrátt fyrir þetta spá Hagar því að hagnaður félagsins verði 10 milljarðar króna reikningsárið sem lýkur í lok febrúar og hafa bréf félagsins hækkað í íslensku kauphöllinni í dag og stóð hækkunin í 1,5% í hádeginu. Þrátt fyrir yfirstandandi kreppu hefur hagnaður Haga aukist um 78% síðustu 12 mánuði. Finnur sagði jafnframt á fundinum í morgun að Hagar myndu hagræða í innkaupum, „moka skaflana og snúa þessu við um leið og hægt er“, eins og segir á vef Innherja

Verðtryggð lán hækka

Verðhækkanirnar hafa ekki einungis áhrif á þær vörur sem fólk getur keypt. Þær hafa einnig tvíþætt megináhrif á eignir húsnæðiseigenda.

Annars vegar mega þau sem tekið hafa verðtryggð lán vita að höfuðstóll lánanna mun hækka sem nemur verðbólgunni. 50 milljóna króna húsnæðislán hækkar þannig um 500 þúsund krónur fyrir hvert prósent verðbólgu, eða 2,5 milljónir króna á því ári sem verðbólgan er 5%. 

Óverðtryggð lán, sem orðið hafa algengari allt frá því að Seðlabankinn hóf stýrivaxtalækkun til að örva hagkerfið í Covid-kreppunni, hækka hins vegar ekki að höfuðstóli eins og verðtryggðu lánin. Því er eignaupptaka fasteignaeigenda með óverðtryggð lán minni.

Hins vegar eru allar líkur á því að Seðlabankinn hækki stýrivexti, sem hefur bein áhrif á breytilega vexti húsnæðislána. Þrátt fyrir að yfirgnæfandi hluti nýrra fasteignalána undanfarið hafi verið óverðtryggð eru verðtryggð húsnæðislán ennþá um helmingur allra húsnæðislána. Vaxtabreytingar á óverðtryggðum lánum hefur mun örari og meiri áhrif á mánaðarleg útgjöld fólks en hækkun verðtryggðra lána.

Eins og staðan er núna eru lægstu breytilegu óverðtryggðu vextir 3,8% hjá Gildi lífeyrissjóði, á meðan lægstu föstu vextir eru 4,7%. Verðtryggðir vextir hafa hins vegar fallið hratt og eru festanlegir til fimm ára í 1,5% hjá Íslandsbanka.

Afleiðing af faraldrinum

Orsakir verðhækkana hélendis sem erlendis liggja í því að aðfangakeðjan hefur rofnað vegna lokana sem ætlað er að hamla útbreiðslu Covid-19. 

Vonast er til þess að verðhækkanirnar verði skammvinnar og jafnframt að núverandi bylgja omicron-afbrigðis kórónaveirunnar muni víðast hvar ná hátindi sínum á næstu dögum eða vikum og framkalla hjarðónæmi gegn öðrum afbrigðum.

Fleira en innkaupaverð byrgja hefur hins vegar áhrif á verðlag hér á landi. Þannig getur styrking krónunnar til dæmis vegið upp á móti hækkandi verðlagi. Þrátt fyrir að verðbólgan verði skammvinn mun hækkun verðtryggðra húsnæðislána hins vegar ekki ganga til baka og um leið óljóst hvar stýrivextir Seðlabankans enda, en þeir eru sögulega í lágmarki hér á landi.

Verðbólgan framundan getur því haft tvíþætt áhrif á kjör almennra neytenda, þótt þau virðist hafa lítil neikvæð áhrif á hækkandi hlutabréfaverð, sem í kauphöllinni hérlendis hefur risið um 26% síðasta árið í miðri covid-kreppunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
6
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár