Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Eitt andartak glitti í svona litrík heimsslit“

Hversu samdauna er­um við orð­in aug­lýs­ing­um í al­manna­rými? Marg­ir héldu að aug­lýs­inga­skilti borg­ar­inn­ar væru bil­uð, en það reynd­ist vera Upp­lausn, lista­sýn­ing Hrafn­kels Sig­urðs­son­ar. Fyr­ir suma var sýn­ing­in „frí“ frá stans­lausri sölu­mennsku. Fyr­ir aðra áminn­ing um hversu ná­lægt við er­um brún­inni.

„Eitt andartak glitti í svona litrík heimsslit“
Upplausn í Reykjavík Hrafnkell Sigurðsson vann verk sín úr einum pixli Hubble-sjónaukans sem skoðar fjarlægar vetrarbrautir. Mynd: Owen Fiene

Hubble-geimsjónaukinn rýnir inn í óravíddir alheimsins í leit að fjarlægum vetrarbrautum og nýjum upplýsingum sem gætu gefið vísindamönnum jarðar færi á að svara ráðgátunni um tilvist okkar. Úr einum pixli af ljósmynd sjónaukans vann myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson verk sitt Upplausn, sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fengu að sjá á auglýsingaskiltum og strætóskýlum nú í ársbyrjun. 

Ætla má að titillinn Upplausn vísi að hluta til þeirrar háu upplausnar á myndum sjónaukans sem nauðsynleg var til að Hrafnkell gæti einangrað einn pixil og framkallað til að skapa fjölda listaverka sem fyrst voru sýnd á prenti. En upplausn merkir einnig óreiðuástand og ringulreið – eitthvað sem íbúar heimsbyggðarinnar allrar ættu að vera farnir að venjast þessi dægrin – en margir vegfarenda héldu einmitt fyrst þegar myndirnar birtust að auglýsingaskiltin væru biluð. Við erum ekki vön því að sjá nokkuð annað á skiltunum en hvatningu til að kaupa vöru eða þjónustu. Og er það þá nokkuð …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár