Síldarvinnslan tilkynnti í gær um hagnað umfram væntingar í fyrra, samtals allt að 11,1 milljörðum króna, vel umfram væntingar um 9,3 milljarða króna.
Ástæðan fyrir betra gengi Síldarvinnslunnar en gert var ráð fyrir er að stærstum hluta að aukinn kvóti var gefinn út á síld og að loðnukvóti var gefinn út í haust, sem ekki var inni í áætlunum félagsins.
Hlutabréfaverð í Síldarvinnslunni hefur hækkað um meira en helming síðastliðið ár. Síldarvinnslan er að þriðjungi í eigu Samherja og er forstjóri Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður félagsins.
Umdeild tengsl sjávarútvegsfélaga
Tengsl Samherja og Síldarvinnslunnar hafa verið umdeild að því leyti að Samherji hefur þannig með óbeinum hætti haft yfir að ráða meira en 12% af kvóta á Íslandsmiðum, eða umfram svokallað kvótaþak sem á að tryggja dreifða eign á fiskveiðiauðlindinni. Kristján Þór Júlíusson, þá sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja, kynnti drög að frumvarpi árið 2020 sem veitti útgerðum frest til …
algjört glapræði.