Oft getur fylgt mikil einvera því að vinna að listinni svo kannski er tilvalið að hanga með eiginmanninum allan daginn? „Hann talar svolítið hátt þegar hann er á fundum svo ég þarf stundum að sussa á hann. En þetta fyrirkomulag gengur vel upp og við vinnum vel saman þar sem við erum að grúska í sitthvorum hlutunum. Mér líður mjög vel í rólegheitunum á vinnustofunni minni. Ég er mikil félagsvera en vinnan mín þarf ekki að vera það, þarf engin jólahlaðborð né staffadjömm,“ segir Linda en Hillbilly giskar að nýbruggaður bjórinn geti haldið uppi staffadjammi fyrir einn, eða tvo.
Versti stærðfræðikennarinn
Ástin á teikningu blossaði snemma hjá Lindu, hún var mjög listrænt barn og hvött áfram af stuðningsríkum foreldrum. Linda ólst upp í Árbænum, fór á listabraut í FB, á meðan allir vinirnir fóru eitthvað annað, „ég var svo ákveðin í þessu,“ og síðan var leiðinni haldið í grafíkdeildina í …
Athugasemdir