Loftslagsbreytingar voru svo sannarlega áberandi þetta árið, hvort sem um var að ræða afleiðingar þeirra, nýja vísindalega þekkingu og tæknilausnir eða pólitíska umræðu og ákvarðanir. Það er því ekki úr vegi að drepa á því helsta sem fram fór á árinu, og er þessi pistill hugsaður sem nokkurs konar innlendur „loftslagsannáll“, tilraun til að setja atburði ársins í samhengi.
Afleiðingar loftslagsbreytinga
Afleiðingar loftslagsbreytinga komust í kastljósið á árinu en öfgakenndir veðuratburðir settu mark sitt á sumarið í Evrópu og Norður-Ameríku, sem einkenndist af flóðum, skriðum og hitabylgjum. Þessir atburðir skóku samfélög og ollu fjölda dauðsfalla en með loftslagsbreytingum aukast líkurnar á slíkum hamförum.
Jafnvel hér á okkar litlu eyju á norðurhjara veraldar urðum við vör við hlýrra veðurfar víðs vegar á landinu. Sumarið var óvenju hlýtt og sólríkt á Norðaustur- og Austurlandi og víða var það hið heitasta frá því að mælingar hófust. Óvenjulegar hitatölur voru þó ekki einungis um …
Athugasemdir