Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Alvarlegar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi

Barna- og ung­linga­geð­lækna­fé­lag Ís­lands sendi í dag op­ið bréf til heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­is og fé­lags­mála­ráðu­neyt­is til að lýsa yf­ir al­var­leg­um áhyggj­um af stöðu geð­heil­brigð­is­mála barna á Ís­landi.

Alvarlegar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi
Lýsa áhyggjum af stöðu barna í geðheilbrigðiskerfinu Barna- og unglingageðlæknafélag Íslands hafa sent frá sér opið bréf og lýst yfir alvarlegum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi og skorað á stjórnvöld að aðhafast í málaflokknum. Mynd: sviðsett / Annie Spratt - unsplash

Aðalfundur Barna- og unglingageðlæknafélags Íslands skorar á heilbrigðisyfirvöld og stjórnvöld að bregðast við stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi. „Fundurinn skorar á heilbrigðisyfirvöld og stjórnvöld að bregðast við, ekki með fallegum orðum eða yfirlýsingum heldur skoða markvisst og heildrænt hvaða ráðstafana þarf að grípa vegna skorts á fagfólki, mönnunarvanda og skipulagsvanda sem einkennir þennan málaflokk,“ segir í opnu bréfi sem félagið sendi frá sér í dag, 10. desember.

Þar stendur einnig að leggja þurfi til fé svo hægt sé að byggja upp geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll börn með geðrænan vanda alls staðar á landinu og að félagið lýsi yfir „alvarlegum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi“. 

„Í dag er staðan sú að börn sem þurfa á þjónustu að halda fá hana oft ekki fyrr en eftir að hafa beðið í 1 til 3 ár á biðlistum, hjá opinberum stofnunum og hjá sérfræðingum á stofu. Slík bið hefur alvarleg áhrif á þroska og líðan barns,“ segir í bréfinu. 

Þá er einnig lýst yfir áhyggjum af því álagi sem hefur myndast á bráðaþjónustu Barna- og unglingageðdeildar í kjölfar Covid faraldursins en að sögn Guðrúnar B. Guðmundsdóttur, yfirlæknis á deildinni, eru 80% af innlögnum á deildina bráðainnlagnir og innlögnum fjölgað um 60% á þessu ári. Þessu skýrir hún frá í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem fjallað er um stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi í samaburði við Danmörku og reynslu aðstandenda barna sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. 

Barna-og unglingageðlæknafélag Íslands segir í bréfi sínu að „ítrekað hefur verið bent á stöðuna“.

„Tilviljunarkenndar skipulagsbreytingar hafa verið gerðar af hálfu heilbrigðisyfirvalda án alls samráðs við barna- og unglingageðlækna sem hafa góða yfirsýn yfir stöðu málaflokksins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Geðheilbrigðismál barna

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár