Alvarlegar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi

Barna- og ung­linga­geð­lækna­fé­lag Ís­lands sendi í dag op­ið bréf til heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­is og fé­lags­mála­ráðu­neyt­is til að lýsa yf­ir al­var­leg­um áhyggj­um af stöðu geð­heil­brigð­is­mála barna á Ís­landi.

Alvarlegar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi
Lýsa áhyggjum af stöðu barna í geðheilbrigðiskerfinu Barna- og unglingageðlæknafélag Íslands hafa sent frá sér opið bréf og lýst yfir alvarlegum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi og skorað á stjórnvöld að aðhafast í málaflokknum. Mynd: sviðsett / Annie Spratt - unsplash

Aðalfundur Barna- og unglingageðlæknafélags Íslands skorar á heilbrigðisyfirvöld og stjórnvöld að bregðast við stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi. „Fundurinn skorar á heilbrigðisyfirvöld og stjórnvöld að bregðast við, ekki með fallegum orðum eða yfirlýsingum heldur skoða markvisst og heildrænt hvaða ráðstafana þarf að grípa vegna skorts á fagfólki, mönnunarvanda og skipulagsvanda sem einkennir þennan málaflokk,“ segir í opnu bréfi sem félagið sendi frá sér í dag, 10. desember.

Þar stendur einnig að leggja þurfi til fé svo hægt sé að byggja upp geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll börn með geðrænan vanda alls staðar á landinu og að félagið lýsi yfir „alvarlegum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi“. 

„Í dag er staðan sú að börn sem þurfa á þjónustu að halda fá hana oft ekki fyrr en eftir að hafa beðið í 1 til 3 ár á biðlistum, hjá opinberum stofnunum og hjá sérfræðingum á stofu. Slík bið hefur alvarleg áhrif á þroska og líðan barns,“ segir í bréfinu. 

Þá er einnig lýst yfir áhyggjum af því álagi sem hefur myndast á bráðaþjónustu Barna- og unglingageðdeildar í kjölfar Covid faraldursins en að sögn Guðrúnar B. Guðmundsdóttur, yfirlæknis á deildinni, eru 80% af innlögnum á deildina bráðainnlagnir og innlögnum fjölgað um 60% á þessu ári. Þessu skýrir hún frá í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem fjallað er um stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi í samaburði við Danmörku og reynslu aðstandenda barna sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. 

Barna-og unglingageðlæknafélag Íslands segir í bréfi sínu að „ítrekað hefur verið bent á stöðuna“.

„Tilviljunarkenndar skipulagsbreytingar hafa verið gerðar af hálfu heilbrigðisyfirvalda án alls samráðs við barna- og unglingageðlækna sem hafa góða yfirsýn yfir stöðu málaflokksins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Geðheilbrigðismál barna

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár