Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur segist hafa ákveðið að bera þrjár hugmyndir að bókum til að skrifa undir pabba sinn, Sigurð Pál Jónsson, til að sjá hver honum þótti best.
Bragi hafði nefnilega stuttu áður fengið listamannalaun til að skrifa nýja skáldsögu, raunar allt aðra en þá sem nýlega kom úr prentsmiðjunni og er framlag Braga til jólabókaflóðsins í ár, eða bókin Arnaldur Indriðason deyr.
Hugmyndunum þremur að nýrri bók lýsir Bragi einhvern veginn svona: Í fyrsta lagi var það hugmynd að þeirri bók sem Bragi Páll fékk rithöfundalaun eða listamannalaun til að skrifa, „sem er mjög dramatísk og mjög realísk“ útskýrir Bragi. Í öðru lagi var það skáldsaga byggð á smásögu sem hann hafði eitt sinn skrifað og svo þriðja og síðasta hugmyndin. „Þessi hugmynd að skáldsögu sem myndi byrja á því að Arnaldur Indriðason finnst myrtur í kjallara í Norðurmýri,“ segir hann og útskýrir svo viðbrögð pabba síns við …
Athugasemdir