Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vilja auka aðhald með ráðherrum fyrir kosningar

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa lagt fram frum­varp sem myndi banna ráð­herraum að veita til­fallandi styrki og fram­lög síð­ustu átta vik­urn­ar fyr­ir al­þing­is­kosn­ing­ar.

Vilja auka aðhald með ráðherrum fyrir kosningar
Vilja stöðva „fjáraustur ráðherra“ Helga Vala Helgadóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd: ©Bragi Þór Jósefsson / Alþingi

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram frumvarp sem, ef það yrði samþykkt, myndi gera ráðherrum óheimilt að veita styrki eða framlög síðustu átta vikurnar fyrir kosningar. Í aðdraganda síðustu kosninga veittu ráðherrar margmilljóna styrki til aðgreindra málefna og hrintu úr vör verkefnum sem kosta ríkissjóð miklar fjárhæðir.

Stundin greindi aðgerðir ráðherra í aðdraganda síðustu kosninga og kom þá í ljós að sumir ráðherranna opnuðu veskið sem um munaði. Þannig veitti Svandís Svavarsdóttir, sem þá sat í stóli heilbrigðisráðherra, meðal annars Píeta samtökunum 25 milljóna króna styrk og ráðstafaði 13 milljónum til að efla þjónustu barna- og unglingageðteymis Sjúkrahússins á Akureyri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Samtökunum 78 4 milljóna króna styrk vegna vatnstjóns á húsnæði samtakanna. Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félagsmálaráðherra, kom á fót styrktarsjóði fyrir Íþróttasamband fatlaðra upp á 10 milljónir ár hvert til þriggja ára og 75 milljóna króna samning til þriggja ára gerði hann við Píeta samtökin. Enn fleiri dæmi má tína til og er þessi listi alls ekki tæmandi.

Í frumvarpi þingmanna Samfylkingarinnar, til breytinga á lögum um opinber fjármál, er tilgreint að ráðherrum verði óheimilt að veita tilfallandi styrki og framlög til verkefna sem varði málaflokka sem þeir beri ábyrgð á átta vikum fyrir alþingiskosningar. Í greinargerð með frumvarpinu segir að nauðsynlegt sé að tryggja að jafnræði sé sem mest milli framboða í aðdraganda kosninga.

„Sú hætta er fyrir hendi að sitjandi ráðherrar nýti sér forréttindastöðu sína til að afla sér hylli kjósenda hvort tveggja með aðgangi að fjölmiðlum og opinberu fjármagni. [...] Í aðdraganda alþingiskosninga hefur gorið á því að ráðherrar hefji úthlutanir til einstakra mála í stórum stíl allt fram að kjördegi til að vekja athygli á sér og sínu framboði. Telja flutningsmenn það vera ólýðræðislegt að svo sé farið með almannafé og aðstaða sé misnotuð með þessum hætti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
2
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár