Félagið sem rekur moskuna í Reykjavík, sem staðsett er í Ýmishúsinu í Skógarhlið, lánaði skóla í Örebro meira en 110 milljónir króna. Skólinn í Örebro hetir Alsalamskólinn og er múslímskur einkaskóli sem meðal annars er rekinn með opinberu fé. Skólinn fær um 50 milljónir sænskra króna, rúmlega 700 milljónir íslenskra króna, frá sveitarfélaginu í Örebro. Frá þessu greinir sænska ríkisútvarpið í dag.
Sænski skólinn greiddi svo vexti af láninu til íslenska safnaðarins og segir sænska ríkisútvarpið að á árunum 2019 til 2020 hafi þessar vaxtagreiðslur numið 1.2 milljónum sænskra króna, eða tæpum 18 milljónum króna.
Sænski skólinn fjármagnar íslensku moskuna
Kenningin sem unnið er með í frétt sænska ríkisútvarpsins er að peningarnir sem runnið hafa á milli sænska skólans og íslensku moskunnar er að fjárfestar frá Sádi-Arabíu vilji fjármagna slíka starfsemi á Norðurlöndunum og …
Athugasemdir